Lögmaðurinn segir málið snúast um tilraun til fjárkúgunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2023 18:33 Lögreglustöðin Hverfisgötu Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt. Uppruna málsins má rekja til síðasta haust þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald en brotin eru sögð hafa átt sér stað á meðan eiginmaðurinn, sem er skjólstæðingur lögmannsins, var í einangrun á Hólmsheiði. Neitar sök Nokkur meint brot eru til rannsóknar. Í kæru til lögreglunnar kemur fram að lögmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Lögmaðurinn hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna fimm til tíu sinnum en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögmaðurinn segir í samtali við fréttastofu að málið snúi annars vegar um margra ára vináttu sem hafi að lokum orðið of náin sem hann segist ekki hreykinn af - og hins vegar um tilraun til fjárkúgunar af hálfu skjólstæðings hans, en þvertekur fyrir misnotkun eða kynferðisbrot. Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum, en hafi brugðist því. Í gögnum málsins sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram af hálfu lögmannsins að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið milli hans og vinar eiginmanns konunnar í nokkurn tíma áður en kæran var lögð fram þar sem vinurinn óskar eftir fundi til að ræða framhald málsins, eins og það er orðað. Alvarlegar ásakanir Formaður Lögmannafélags Íslands segir málið alvarlegt, en það var rætt lauslega á stjórnarfundi í morgun. „Við á vettvangi félagsins höfum engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem fram hafa komið í fjölmiðlum, en ef rétt reynist er þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða.“ Auk ásakana um hegningarlagabrot segir formaðurinn náin kynni milli lögmanns og aðstandanda skjólstæðings óeðlileg. „Já algjörlega. Lögmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og gegna trúnaðarhlutverki gagnvart sínum skjólstæðingi. Þetta eru að mörgu leyti oft á tíðum einstaklingar í viðkvæmri stöðu og þess vegna skiptir máli að öll samskipti séu fagleg.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Lögmennska Tengdar fréttir Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Uppruna málsins má rekja til síðasta haust þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald en brotin eru sögð hafa átt sér stað á meðan eiginmaðurinn, sem er skjólstæðingur lögmannsins, var í einangrun á Hólmsheiði. Neitar sök Nokkur meint brot eru til rannsóknar. Í kæru til lögreglunnar kemur fram að lögmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Lögmaðurinn hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna fimm til tíu sinnum en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögmaðurinn segir í samtali við fréttastofu að málið snúi annars vegar um margra ára vináttu sem hafi að lokum orðið of náin sem hann segist ekki hreykinn af - og hins vegar um tilraun til fjárkúgunar af hálfu skjólstæðings hans, en þvertekur fyrir misnotkun eða kynferðisbrot. Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum, en hafi brugðist því. Í gögnum málsins sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram af hálfu lögmannsins að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið milli hans og vinar eiginmanns konunnar í nokkurn tíma áður en kæran var lögð fram þar sem vinurinn óskar eftir fundi til að ræða framhald málsins, eins og það er orðað. Alvarlegar ásakanir Formaður Lögmannafélags Íslands segir málið alvarlegt, en það var rætt lauslega á stjórnarfundi í morgun. „Við á vettvangi félagsins höfum engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem fram hafa komið í fjölmiðlum, en ef rétt reynist er þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða.“ Auk ásakana um hegningarlagabrot segir formaðurinn náin kynni milli lögmanns og aðstandanda skjólstæðings óeðlileg. „Já algjörlega. Lögmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og gegna trúnaðarhlutverki gagnvart sínum skjólstæðingi. Þetta eru að mörgu leyti oft á tíðum einstaklingar í viðkvæmri stöðu og þess vegna skiptir máli að öll samskipti séu fagleg.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Lögmennska Tengdar fréttir Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00