Lögmaðurinn segir málið snúast um tilraun til fjárkúgunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2023 18:33 Lögreglustöðin Hverfisgötu Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt. Uppruna málsins má rekja til síðasta haust þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald en brotin eru sögð hafa átt sér stað á meðan eiginmaðurinn, sem er skjólstæðingur lögmannsins, var í einangrun á Hólmsheiði. Neitar sök Nokkur meint brot eru til rannsóknar. Í kæru til lögreglunnar kemur fram að lögmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Lögmaðurinn hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna fimm til tíu sinnum en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögmaðurinn segir í samtali við fréttastofu að málið snúi annars vegar um margra ára vináttu sem hafi að lokum orðið of náin sem hann segist ekki hreykinn af - og hins vegar um tilraun til fjárkúgunar af hálfu skjólstæðings hans, en þvertekur fyrir misnotkun eða kynferðisbrot. Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum, en hafi brugðist því. Í gögnum málsins sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram af hálfu lögmannsins að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið milli hans og vinar eiginmanns konunnar í nokkurn tíma áður en kæran var lögð fram þar sem vinurinn óskar eftir fundi til að ræða framhald málsins, eins og það er orðað. Alvarlegar ásakanir Formaður Lögmannafélags Íslands segir málið alvarlegt, en það var rætt lauslega á stjórnarfundi í morgun. „Við á vettvangi félagsins höfum engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem fram hafa komið í fjölmiðlum, en ef rétt reynist er þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða.“ Auk ásakana um hegningarlagabrot segir formaðurinn náin kynni milli lögmanns og aðstandanda skjólstæðings óeðlileg. „Já algjörlega. Lögmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og gegna trúnaðarhlutverki gagnvart sínum skjólstæðingi. Þetta eru að mörgu leyti oft á tíðum einstaklingar í viðkvæmri stöðu og þess vegna skiptir máli að öll samskipti séu fagleg.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Lögmennska Tengdar fréttir Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Uppruna málsins má rekja til síðasta haust þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald en brotin eru sögð hafa átt sér stað á meðan eiginmaðurinn, sem er skjólstæðingur lögmannsins, var í einangrun á Hólmsheiði. Neitar sök Nokkur meint brot eru til rannsóknar. Í kæru til lögreglunnar kemur fram að lögmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Lögmaðurinn hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna fimm til tíu sinnum en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögmaðurinn segir í samtali við fréttastofu að málið snúi annars vegar um margra ára vináttu sem hafi að lokum orðið of náin sem hann segist ekki hreykinn af - og hins vegar um tilraun til fjárkúgunar af hálfu skjólstæðings hans, en þvertekur fyrir misnotkun eða kynferðisbrot. Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum, en hafi brugðist því. Í gögnum málsins sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram af hálfu lögmannsins að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið milli hans og vinar eiginmanns konunnar í nokkurn tíma áður en kæran var lögð fram þar sem vinurinn óskar eftir fundi til að ræða framhald málsins, eins og það er orðað. Alvarlegar ásakanir Formaður Lögmannafélags Íslands segir málið alvarlegt, en það var rætt lauslega á stjórnarfundi í morgun. „Við á vettvangi félagsins höfum engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem fram hafa komið í fjölmiðlum, en ef rétt reynist er þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða.“ Auk ásakana um hegningarlagabrot segir formaðurinn náin kynni milli lögmanns og aðstandanda skjólstæðings óeðlileg. „Já algjörlega. Lögmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og gegna trúnaðarhlutverki gagnvart sínum skjólstæðingi. Þetta eru að mörgu leyti oft á tíðum einstaklingar í viðkvæmri stöðu og þess vegna skiptir máli að öll samskipti séu fagleg.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Lögmennska Tengdar fréttir Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00