Innlent

Hringbraut lokað á morgun og hinn

Máni Snær Þorláksson skrifar
Hringbraut verður lokað að hluta næstu tvo daga.
Hringbraut verður lokað að hluta næstu tvo daga. Vísir/Egill

Hringbraut verður lokað vegna framkvæmda á morgun og hinn. Farið verður í að fræsa hluta götunnar þessa tvo daga. Framkvæmdirnar munu standa yfir frá klukkan 18:30 til 23:00 báða dagana.

Þriðjudaginn 9. maí verða framkvæmdirnar frá gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla að Hringbraut 63. Á meðan á þeim framkvæmdum stendur verður Hringbraut lokað til suðausturs frá Grandatorgi.

Miðvikudaginn 10. maí verður unnið í fræsingu frá Hringbraut 52 til Hringbrautar 78. Á meðan það er í gangi verður Hringbraut lokað frá gatnamótum Hringbrautar, Ljósavallagötu og Birkimelar. Einnig verður lokað á umferð niður Hofsvallagötu frá gatnamótum við Ásvallagötu. 

Hér fyrir neðan má sjá kort af framkvæmdunum og lokununum sem verða vegna þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×