Leikurinn fór fram á De Adelaarshorst, heimavelli GA Eagles en það voru leikmenn Groningen sem byrjuðu leikinn betur.
Strax á 6.mínútu tókst Ricardo Pepi að koma gestunum yfir með marki eftir stoðsendingu frá Oliver Antman.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 30.mínútu þegar að boltinn barst til Willums á miðjum vítateigi Groningen eftir fasta fyrirgjöf frá Bas Kuipers. Willum var með öryggið uppmálað og kom boltanum af mikilli yfirvegun fram hjá Peter Leeuwenburgh í marki Groningen.
De 1-1 van Willum Willumsson in beeld #gaegro @gaeagles pic.twitter.com/lnZsg9Ojyq
— GA Eagles Till I Die (@GAE_TillIDie) May 7, 2023
Um var að ræða fjórða mark Willums í síðustu sjö leikjum hans í hollensku úrvalsdeildinni og hans sjöunda mark á tímabilinu í 24 leikjum. Þá hefur hann einnig gefið tvær stoðsendingar.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í umræddum leik sem lauk því með 1-1 jafntefli. GA Eagles er sem stendur í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 31 umferð.