Innlent

Sprengi­sandur: Land­spítalinn, fast­eigna­markaðurinn og Úkraína

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, mætir og fjallar um uppbyggingu spítalans og svarar spurningum um rekstur og stöðu.

Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögum og einn helsti sérfræðingur okkar í ESB-rétti fjallar um þær deilur sem eru á opinberum vettvangi um mörk innlendrar löggjafar og Evrópulöggjafar.

Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir arkitektar fjalla um fasteignamarkaðinn, áframhald síðustu vikna, nú fjallað um gæði gegn hraða í uppbyggingu og spurt hvort uppbyggingaáform stjórnvalda standist gæðaviðmið.

Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri fjallar um Evrópuráðsfundinn þar sem hástemmdar yfirlýsingar um samstöðu í Úkraínustríðinu eru meginmarkmiðið, hann heldur því fram að Evrópuráðið sé máttlaus stofnun að mestu og ákvarðanir þess skili litlu, enda hafi Rússar verið reknir úr ráðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×