Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Máni Snær Þorláksson skrifar 5. maí 2023 15:16 Starfsfólk Laugarnesskóla sendi borgarstjóra opið bréf þar sem úrbóta er krafist. Vísir/Stefán Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. Í upphafi bréfsins, sem stílað er á Dag B. Eggertsson borgarstjóra, segir að nemendur og starfsfólk skólans hafi í of mörg ár unnið í heilsuspillandi starfsumhverfi vegna myglu, rakaskemmda og leka. „Einnig höfum við ítrekað þurft að skipta um stofur meðan plástrað er yfir myglu og rakaskemmdir. Starfsfólk hefur hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og hörmum við það.“ Ekki hefur verið hægt að kenna í hluta heimilisfræðistofunnar í skólanum frá því í haust vegna viðhaldsframkvæmda. „Þessum framkvæmdum er enn ekki lokið og hafa iðnaðarmenn ekki sést í marga mánuði,“ segir í bréfinu. Í því er einnig mynd af stofunni sem sýnir ástandið á heimilisfræðistofunni. „Sjón er sögu ríkari,“ segir starfsfólkið en myndina má sjá hér fyrir neðan. Hluti heimilisfræðistofunnar í Laugarnesskóla lítur svona út í dag.Aðsend Í bréfinu er bent á að ástandið hafi ekki batnað þrátt fyrir framkvæmdir í gegnum árin. Árið 1997 hafi verið skipt um glugga í skólanum en þeir hafi lekið alla tíð síðan. Á árunum 2004 til 2006 hafi húsið verið steinað en þrátt fyrir það finnist mikil mygla í útveggjum skólans. Rekja megi það til þess að gluggar hafi ekki verið lagfærðir. „Við erum því í sömu stöðu og við vorum í fyrir nokkuð mörgum árum og sífellt fleira starfsfólk finnur fyrir einkennum myglu.“ Starfsfólkið segir yfirvöld skólans hafa ítrekað óskað eftir úrbótum, borgaryfirvöldum sé vel kunnugt um stöðuna. Skólinn sé löngu sprunginn Mikil aukning hefur verið í fjölda nemenda við skólann á síðustu árum.„Laugarnesskóli er löngu sprunginn,“ segir starfsfólkið í bréfinu. Þessi fjölgun nemenda hefur orðið til þess að kennsla hefur þurft að fara fram utan veggja skólabyggingarinnar. Til að mynda hafi heill árgangur verið fluttur í skrifstofuhúsnæði Knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli í fyrra. „Til stóð að kennsla færi þar fram meðan tveimur færanlegum kennslustofum yrði komið fyrir á lóðinni. Skólastarf átti upphaflega að hefjast í þessum færanlegu stofum í október 2022. Þeim framkvæmdum var hins vegar frestað, fyrst fram í desember 2022, þá fram á vor 2023 og loks til haustsins 2023. Nú höfum við fengið þær fréttir að þetta kennslurými verði ekki sett upp á lóðinni sökum kostnaðar. Við förum fram á að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.“ Það sé öllum ljóst að gera þurfi ráðstafanir til að koma allri kennslu fyrir á skólalóðinni fyrir næsta haust. Þessi kennslurými séu ekki tímabundin lausn til eins árs heldur húsnæði sem skólinn mun nýta næstu árin á meðan beðið er eftir viðbyggingu. „Fyrirhugaðri viðbyggingu við skólann hefur ítrekað verið frestað og höfum við tvisvar gert þarfagreiningu á húsnæðinu. Því hefur verið haldið fram að erfitt sé að byggja við skólann vegna friðunar hússins og plássleysis á skólalóðinni. Við viljum benda á að hægt er að byggja til dæmis þar sem frístundaheimilið Laugarsel og önnur skúraþyrping er staðsett í dag.“ Krefjast þess að viðgerð verði sett í forgang Að lokum segir starfsfólkið að það sé löngu tímabært að borgaryfirvöld „sjái sóma sinn í að útvega nemendum Laugarnesskóla húsnæði við hæfi.“ Starfsfólkið segir að það sé ekki verið að velja það sem er börnunum fyrir bestu með því að flytja heilu árgangana af skólalóðinni og þjappa bekkjum saman. „Við krefjumst þess að viðgerð á skólanum verði sett í algjöran forgang og að starfsemi skólans verði tryggt bráðabirgða húsnæði á skólalóðinni fyrir næsta haust svo að skólastarf verði fyrir sem minnstri röskun meðan á viðgerðum stendur. Höfundar eru starfsmenn Laugarnesskóla.“ Bréfið í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Opið bréf til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Við undirrituð krefjumst úrbóta á starfsaðstæðum okkar og nemenda Laugarnesskóla. Í of mörg ár hafa nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla unnið í heilsuspillandi starfsumhverfi vegna myglu, rakaskemmda og leka. Einnig höfum við ítrekað þurft að skipta um stofur meðan plástrað er yfir myglu og rakaskemmdir. Starfsfólk hefur hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og hörmum við það. Frá því í haust hefur ekki verið hægt að kenna í hluta heimilisfræðistofunnar vegna viðhaldsframkvæmda. Þessum framkvæmdum er enn ekki lokið og hafa iðnaðarmenn ekki sést í marga mánuði. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig heimilisfræðistofan lítur út. Sjón er sögu ríkari. Árið 1997 var skipt um glugga í skólanum en þeir hafa lekið alla tíð síðan. Á árunum 2004 - 2006 var húsið steinað en þrátt fyrir það finnst mikil mygla í útveggjum Laugarnesskóla sem rekja má til þess að gluggar voru ekki lagfærðir. Við erum því í sömu stöðu og við vorum í fyrir nokkuð mörgum árum og sífellt fleira starfsfólk finnur fyrir einkennum myglu. Skólayfirvöld hafa ítrekað óskað eftir úrbótum við Reykjavíkurborg sem er vel kunnugt um stöðuna. Laugarnesskóli er löngu sprunginn og nemendum hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Spár Reykjavíkurborgar um nemendafjölda og áform um uppbyggingu í hverfinu benda einnig til þess. Skortur á kennslustofum og plássleysi í öðrum rýmum, s.s. sérgreinastofum, íþróttaaðstöðu, mötuneyti, eldhúsi og vinnuaðstöðu er því ekki tímabundið vandamál. Það er öllum ljóst að gera þarf ráðstafanir til að koma allri kennslu fyrir á skólalóðinni fyrir haustið 2023. Þessar ráðstafanir eru ekki tímabundin lausn til eins árs heldur húsnæði sem skólinn mun nýta næstu árin meðan beðið er eftir viðbyggingu. Fyrirhugaðri viðbyggingu við skólann hefur ítrekað verið frestað og höfum við tvisvar gert þarfagreiningu á húsnæðinu. Því hefur verið haldið fram að erfitt sé að byggja við skólann vegna friðunar hússins og plássleysis á skólalóðinni. Við viljum benda á að hægt er að byggja t.d. þar sem frístundaheimilið Laugarsel og önnur skúraþyrping er staðsett í dag. Haustið 2022 var heill árgangur fluttur í skrifstofuhúsnæði Knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli. Til stóð að kennsla færi þar fram meðan tveimur færanlegum kennslustofum yrði komið fyrir á lóðinni. Skólastarf átti upphaflega að hefjast í þessum færanlegu stofum í október 2022. Þeim framkvæmdum var hins vegar frestað, fyrst fram í desember 2022, þá fram á vor 2023 og loks til haustsins 2023. Nú höfum við fengið þær fréttir að þetta kennslurými verði ekki sett upp á lóðinni sökum kostnaðar. Við förum fram á að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Það er löngu tímabært að borgaryfirvöld sjái sóma sinn í að útvega nemendum Laugarnesskóla húsnæði við hæfi. Með því að flytja heilu árgangana af skólalóðinni og þjappa bekkjum saman eru yfirvöld svo sannarlega ekki að velja það sem barninu er fyrir bestu. Við krefjumst þess að viðgerð á skólanum verði sett í algjöran forgang og að starfsemi skólans verði tryggt bráðabirgða húsnæði á skólalóðinni fyrir næsta haust svo að skólastarf verði fyrir sem minnstri röskun meðan á viðgerðum stendur. Höfundar eru starfsmenn Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd starfsfólks Laugarnesskóla. Ágústa Jónsdóttir Dóra Marteinsdóttir Jakobína Kristín Arnljótsdóttir Rúna Björg Garðarsdóttir Svanhvít Sveinsdóttir Vignir Ljósálfur Jónsson Skóla- og menntamál Mygla Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Í upphafi bréfsins, sem stílað er á Dag B. Eggertsson borgarstjóra, segir að nemendur og starfsfólk skólans hafi í of mörg ár unnið í heilsuspillandi starfsumhverfi vegna myglu, rakaskemmda og leka. „Einnig höfum við ítrekað þurft að skipta um stofur meðan plástrað er yfir myglu og rakaskemmdir. Starfsfólk hefur hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og hörmum við það.“ Ekki hefur verið hægt að kenna í hluta heimilisfræðistofunnar í skólanum frá því í haust vegna viðhaldsframkvæmda. „Þessum framkvæmdum er enn ekki lokið og hafa iðnaðarmenn ekki sést í marga mánuði,“ segir í bréfinu. Í því er einnig mynd af stofunni sem sýnir ástandið á heimilisfræðistofunni. „Sjón er sögu ríkari,“ segir starfsfólkið en myndina má sjá hér fyrir neðan. Hluti heimilisfræðistofunnar í Laugarnesskóla lítur svona út í dag.Aðsend Í bréfinu er bent á að ástandið hafi ekki batnað þrátt fyrir framkvæmdir í gegnum árin. Árið 1997 hafi verið skipt um glugga í skólanum en þeir hafi lekið alla tíð síðan. Á árunum 2004 til 2006 hafi húsið verið steinað en þrátt fyrir það finnist mikil mygla í útveggjum skólans. Rekja megi það til þess að gluggar hafi ekki verið lagfærðir. „Við erum því í sömu stöðu og við vorum í fyrir nokkuð mörgum árum og sífellt fleira starfsfólk finnur fyrir einkennum myglu.“ Starfsfólkið segir yfirvöld skólans hafa ítrekað óskað eftir úrbótum, borgaryfirvöldum sé vel kunnugt um stöðuna. Skólinn sé löngu sprunginn Mikil aukning hefur verið í fjölda nemenda við skólann á síðustu árum.„Laugarnesskóli er löngu sprunginn,“ segir starfsfólkið í bréfinu. Þessi fjölgun nemenda hefur orðið til þess að kennsla hefur þurft að fara fram utan veggja skólabyggingarinnar. Til að mynda hafi heill árgangur verið fluttur í skrifstofuhúsnæði Knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli í fyrra. „Til stóð að kennsla færi þar fram meðan tveimur færanlegum kennslustofum yrði komið fyrir á lóðinni. Skólastarf átti upphaflega að hefjast í þessum færanlegu stofum í október 2022. Þeim framkvæmdum var hins vegar frestað, fyrst fram í desember 2022, þá fram á vor 2023 og loks til haustsins 2023. Nú höfum við fengið þær fréttir að þetta kennslurými verði ekki sett upp á lóðinni sökum kostnaðar. Við förum fram á að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.“ Það sé öllum ljóst að gera þurfi ráðstafanir til að koma allri kennslu fyrir á skólalóðinni fyrir næsta haust. Þessi kennslurými séu ekki tímabundin lausn til eins árs heldur húsnæði sem skólinn mun nýta næstu árin á meðan beðið er eftir viðbyggingu. „Fyrirhugaðri viðbyggingu við skólann hefur ítrekað verið frestað og höfum við tvisvar gert þarfagreiningu á húsnæðinu. Því hefur verið haldið fram að erfitt sé að byggja við skólann vegna friðunar hússins og plássleysis á skólalóðinni. Við viljum benda á að hægt er að byggja til dæmis þar sem frístundaheimilið Laugarsel og önnur skúraþyrping er staðsett í dag.“ Krefjast þess að viðgerð verði sett í forgang Að lokum segir starfsfólkið að það sé löngu tímabært að borgaryfirvöld „sjái sóma sinn í að útvega nemendum Laugarnesskóla húsnæði við hæfi.“ Starfsfólkið segir að það sé ekki verið að velja það sem er börnunum fyrir bestu með því að flytja heilu árgangana af skólalóðinni og þjappa bekkjum saman. „Við krefjumst þess að viðgerð á skólanum verði sett í algjöran forgang og að starfsemi skólans verði tryggt bráðabirgða húsnæði á skólalóðinni fyrir næsta haust svo að skólastarf verði fyrir sem minnstri röskun meðan á viðgerðum stendur. Höfundar eru starfsmenn Laugarnesskóla.“ Bréfið í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Opið bréf til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Við undirrituð krefjumst úrbóta á starfsaðstæðum okkar og nemenda Laugarnesskóla. Í of mörg ár hafa nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla unnið í heilsuspillandi starfsumhverfi vegna myglu, rakaskemmda og leka. Einnig höfum við ítrekað þurft að skipta um stofur meðan plástrað er yfir myglu og rakaskemmdir. Starfsfólk hefur hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og hörmum við það. Frá því í haust hefur ekki verið hægt að kenna í hluta heimilisfræðistofunnar vegna viðhaldsframkvæmda. Þessum framkvæmdum er enn ekki lokið og hafa iðnaðarmenn ekki sést í marga mánuði. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig heimilisfræðistofan lítur út. Sjón er sögu ríkari. Árið 1997 var skipt um glugga í skólanum en þeir hafa lekið alla tíð síðan. Á árunum 2004 - 2006 var húsið steinað en þrátt fyrir það finnst mikil mygla í útveggjum Laugarnesskóla sem rekja má til þess að gluggar voru ekki lagfærðir. Við erum því í sömu stöðu og við vorum í fyrir nokkuð mörgum árum og sífellt fleira starfsfólk finnur fyrir einkennum myglu. Skólayfirvöld hafa ítrekað óskað eftir úrbótum við Reykjavíkurborg sem er vel kunnugt um stöðuna. Laugarnesskóli er löngu sprunginn og nemendum hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Spár Reykjavíkurborgar um nemendafjölda og áform um uppbyggingu í hverfinu benda einnig til þess. Skortur á kennslustofum og plássleysi í öðrum rýmum, s.s. sérgreinastofum, íþróttaaðstöðu, mötuneyti, eldhúsi og vinnuaðstöðu er því ekki tímabundið vandamál. Það er öllum ljóst að gera þarf ráðstafanir til að koma allri kennslu fyrir á skólalóðinni fyrir haustið 2023. Þessar ráðstafanir eru ekki tímabundin lausn til eins árs heldur húsnæði sem skólinn mun nýta næstu árin meðan beðið er eftir viðbyggingu. Fyrirhugaðri viðbyggingu við skólann hefur ítrekað verið frestað og höfum við tvisvar gert þarfagreiningu á húsnæðinu. Því hefur verið haldið fram að erfitt sé að byggja við skólann vegna friðunar hússins og plássleysis á skólalóðinni. Við viljum benda á að hægt er að byggja t.d. þar sem frístundaheimilið Laugarsel og önnur skúraþyrping er staðsett í dag. Haustið 2022 var heill árgangur fluttur í skrifstofuhúsnæði Knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli. Til stóð að kennsla færi þar fram meðan tveimur færanlegum kennslustofum yrði komið fyrir á lóðinni. Skólastarf átti upphaflega að hefjast í þessum færanlegu stofum í október 2022. Þeim framkvæmdum var hins vegar frestað, fyrst fram í desember 2022, þá fram á vor 2023 og loks til haustsins 2023. Nú höfum við fengið þær fréttir að þetta kennslurými verði ekki sett upp á lóðinni sökum kostnaðar. Við förum fram á að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Það er löngu tímabært að borgaryfirvöld sjái sóma sinn í að útvega nemendum Laugarnesskóla húsnæði við hæfi. Með því að flytja heilu árgangana af skólalóðinni og þjappa bekkjum saman eru yfirvöld svo sannarlega ekki að velja það sem barninu er fyrir bestu. Við krefjumst þess að viðgerð á skólanum verði sett í algjöran forgang og að starfsemi skólans verði tryggt bráðabirgða húsnæði á skólalóðinni fyrir næsta haust svo að skólastarf verði fyrir sem minnstri röskun meðan á viðgerðum stendur. Höfundar eru starfsmenn Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd starfsfólks Laugarnesskóla. Ágústa Jónsdóttir Dóra Marteinsdóttir Jakobína Kristín Arnljótsdóttir Rúna Björg Garðarsdóttir Svanhvít Sveinsdóttir Vignir Ljósálfur Jónsson
Opið bréf til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Við undirrituð krefjumst úrbóta á starfsaðstæðum okkar og nemenda Laugarnesskóla. Í of mörg ár hafa nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla unnið í heilsuspillandi starfsumhverfi vegna myglu, rakaskemmda og leka. Einnig höfum við ítrekað þurft að skipta um stofur meðan plástrað er yfir myglu og rakaskemmdir. Starfsfólk hefur hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og hörmum við það. Frá því í haust hefur ekki verið hægt að kenna í hluta heimilisfræðistofunnar vegna viðhaldsframkvæmda. Þessum framkvæmdum er enn ekki lokið og hafa iðnaðarmenn ekki sést í marga mánuði. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig heimilisfræðistofan lítur út. Sjón er sögu ríkari. Árið 1997 var skipt um glugga í skólanum en þeir hafa lekið alla tíð síðan. Á árunum 2004 - 2006 var húsið steinað en þrátt fyrir það finnst mikil mygla í útveggjum Laugarnesskóla sem rekja má til þess að gluggar voru ekki lagfærðir. Við erum því í sömu stöðu og við vorum í fyrir nokkuð mörgum árum og sífellt fleira starfsfólk finnur fyrir einkennum myglu. Skólayfirvöld hafa ítrekað óskað eftir úrbótum við Reykjavíkurborg sem er vel kunnugt um stöðuna. Laugarnesskóli er löngu sprunginn og nemendum hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Spár Reykjavíkurborgar um nemendafjölda og áform um uppbyggingu í hverfinu benda einnig til þess. Skortur á kennslustofum og plássleysi í öðrum rýmum, s.s. sérgreinastofum, íþróttaaðstöðu, mötuneyti, eldhúsi og vinnuaðstöðu er því ekki tímabundið vandamál. Það er öllum ljóst að gera þarf ráðstafanir til að koma allri kennslu fyrir á skólalóðinni fyrir haustið 2023. Þessar ráðstafanir eru ekki tímabundin lausn til eins árs heldur húsnæði sem skólinn mun nýta næstu árin meðan beðið er eftir viðbyggingu. Fyrirhugaðri viðbyggingu við skólann hefur ítrekað verið frestað og höfum við tvisvar gert þarfagreiningu á húsnæðinu. Því hefur verið haldið fram að erfitt sé að byggja við skólann vegna friðunar hússins og plássleysis á skólalóðinni. Við viljum benda á að hægt er að byggja t.d. þar sem frístundaheimilið Laugarsel og önnur skúraþyrping er staðsett í dag. Haustið 2022 var heill árgangur fluttur í skrifstofuhúsnæði Knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli. Til stóð að kennsla færi þar fram meðan tveimur færanlegum kennslustofum yrði komið fyrir á lóðinni. Skólastarf átti upphaflega að hefjast í þessum færanlegu stofum í október 2022. Þeim framkvæmdum var hins vegar frestað, fyrst fram í desember 2022, þá fram á vor 2023 og loks til haustsins 2023. Nú höfum við fengið þær fréttir að þetta kennslurými verði ekki sett upp á lóðinni sökum kostnaðar. Við förum fram á að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Það er löngu tímabært að borgaryfirvöld sjái sóma sinn í að útvega nemendum Laugarnesskóla húsnæði við hæfi. Með því að flytja heilu árgangana af skólalóðinni og þjappa bekkjum saman eru yfirvöld svo sannarlega ekki að velja það sem barninu er fyrir bestu. Við krefjumst þess að viðgerð á skólanum verði sett í algjöran forgang og að starfsemi skólans verði tryggt bráðabirgða húsnæði á skólalóðinni fyrir næsta haust svo að skólastarf verði fyrir sem minnstri röskun meðan á viðgerðum stendur. Höfundar eru starfsmenn Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd starfsfólks Laugarnesskóla. Ágústa Jónsdóttir Dóra Marteinsdóttir Jakobína Kristín Arnljótsdóttir Rúna Björg Garðarsdóttir Svanhvít Sveinsdóttir Vignir Ljósálfur Jónsson
Skóla- og menntamál Mygla Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira