Gifting Bam Margera á Íslandi var ekki gild Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 00:00 Brúðkaupskossinn í Hafnarhúsinu eftir að Margera og Boyd strengdu heitin Youtube Lögmenn Bam Margera halda því fram að gifting hans og Nicole Boyd á Íslandi hafi ekki verið lögleg. Pappírum hafi aldrei verið skilað inn. Boyd, meint eiginkona Margera, ákvað að skilja við hann í febrúar síðastliðnum. Ástæðurnar sem hún nefndi voru einkum vímuefnavandi Jackass stjörnunnar fyrrverandi. Síðan þá hefur hún haldið því fram að Margera hafi ekki greitt neitt með barni þeirra. Margera og Boyd giftust eins og frægt er hér á Íslandi. Athöfnin fór fram í Hafnarhúsinu snemma í október árið 2013 en þar steig Margera á svið með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable í styrktartónleikum fyrir hljólabrettagarði í Reykjavík. Margera var á þessum árum mikill Íslandsvinur. Presturinn sem gaf þau saman var finnski tónlistarmaðurinn Andy McCoy. Greint var frá því að McCoy hafði talið að athöfnin væri degi seinna og svaf hann yfir sig um klukkutíma. Pappírum ekki skilað inn Margera á í útistöðum við Boyd um umgengnisrétt yfir barni þeirra. Nú hefur lögmæti giftingarinnar dregist inn í deiluna en lögmenn Margera halda því fram að jafn vel þó að parið hafi strengt heitin hafi löglegum pappírum aldrei verið skilað á réttan stað. Lögmenn Boyd hafa brugðist við þessu og segja að þó að pappírunum hafi aldrei verið skilað inn hafi parið lifað saman sem hjón og hún verið í góðri trú um að þau væru gift. Margera hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár og yfirleitt ekki fyrir neitt jákvætt. Nú seinast í apríl var greint frá því að hann væri á flótta í fjóra daga undan lögreglunni vegna líkamsárásar gegn fjölskyldumeðlimum. Hann gaf sig loks fram en má ekki eiga í neinum samskiptum við bróður sinn eða föður. Brúðkaup Dómsmál Bandaríkin Íslandsvinir Tengdar fréttir Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23 Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22 Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16 Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Boyd, meint eiginkona Margera, ákvað að skilja við hann í febrúar síðastliðnum. Ástæðurnar sem hún nefndi voru einkum vímuefnavandi Jackass stjörnunnar fyrrverandi. Síðan þá hefur hún haldið því fram að Margera hafi ekki greitt neitt með barni þeirra. Margera og Boyd giftust eins og frægt er hér á Íslandi. Athöfnin fór fram í Hafnarhúsinu snemma í október árið 2013 en þar steig Margera á svið með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable í styrktartónleikum fyrir hljólabrettagarði í Reykjavík. Margera var á þessum árum mikill Íslandsvinur. Presturinn sem gaf þau saman var finnski tónlistarmaðurinn Andy McCoy. Greint var frá því að McCoy hafði talið að athöfnin væri degi seinna og svaf hann yfir sig um klukkutíma. Pappírum ekki skilað inn Margera á í útistöðum við Boyd um umgengnisrétt yfir barni þeirra. Nú hefur lögmæti giftingarinnar dregist inn í deiluna en lögmenn Margera halda því fram að jafn vel þó að parið hafi strengt heitin hafi löglegum pappírum aldrei verið skilað á réttan stað. Lögmenn Boyd hafa brugðist við þessu og segja að þó að pappírunum hafi aldrei verið skilað inn hafi parið lifað saman sem hjón og hún verið í góðri trú um að þau væru gift. Margera hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár og yfirleitt ekki fyrir neitt jákvætt. Nú seinast í apríl var greint frá því að hann væri á flótta í fjóra daga undan lögreglunni vegna líkamsárásar gegn fjölskyldumeðlimum. Hann gaf sig loks fram en má ekki eiga í neinum samskiptum við bróður sinn eða föður.
Brúðkaup Dómsmál Bandaríkin Íslandsvinir Tengdar fréttir Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23 Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22 Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16 Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23
Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22
Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16
Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54