Stefnir óbreytt í verkfall hjá þúsund starfsmönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2023 18:47 Kjarasamningsviðræður BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) eru í algjörum hnút og fundur samninganefnda þeirra í dag bar engan árangur. Formaður BSRB segir lítinn samningsvilja hafa verið til staðar hjá sambandinu. SNS segir engin mál leyst með fyrirsögnum í fjölmiðlum. Kjaraviðræðufundur samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn var klukkutíma langur en honum lauk án nokkurrar niðurstöðu og var ekki boðað til nýs fundar að honum loknum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sáttasemjara var það ekki gert þar sem engin ástæða hafi verið fyrir því. Deiluaðilar séu ekki nálægt kröfum hvors annars. Á leið til fundar í morgun sagði formaður BSRB að meginkrafa bandalagsins væri sú að starfsmenn sem vinni sömu störf á sama vinnustað fái allir sömu kjör þrátt fyrir mismunandi stéttarfélög. Dæmi séu um annað sem enginn megi sætta sig við. SNS hefur haldið því fram að BSRB hafi hafnað samningi sem hefði tryggt félagsmönnum sömu kjör og starfsmenn hjá öðrum stéttarfélögum þegar samningar voru gerðir árið 2020. „BSRB bauðst sami samningur og SGS undirritaði 2020 en hafnaði honum afdráttarlaust þrátt fyrir ítrekuð tilmæli SNS til BSRB um að samþykkja slíkan samning enda myndu félagsmenn þeirra að öðrum kosti verða af launahækkunum í ársbyrjun 2023. SNS hefur undir höndum skrifleg samskipti við forystu BSRB um þetta mál og þykir miður að öðru sé haldið fram í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef SNS í dag. Enginn frá SNS gat veitt fréttastofu viðtal í dag en í tilkynningunni segir að það hafni ákveðnum fullyrðingum BSRB um að sveitarfélög séu að brjóta jafnréttislög. „Ef BSRB telur svo vera hvetur sambandið þau til að fara með málið fyrir dómstóla þar sem það verður ekki leyst með fyrirsögnum í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa náði aftur tali af Sonju eftir fundinn í dag og sagðist hún hafa fundið fyrir því að enginn samningsvilji væri til staðar hjá SNS. Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu meðlima BSRB um verkfallsaðgerðir hafi því ekki breytt miklu hvað varðar kjarasamningsgerðina. Því stefnir allt í það að rúmlega 970 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila muni hefja verkfallsaðgerðir þann 15. maí næst komandi. Flestir þeirra starfa í Kópavogi, eða 524 talsins, en 170 þeirra starfa í Garðabæ, 251 í Mosfellsbæ og 32 á Seltjarnarnesi. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. 2. maí 2023 15:07 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Kjaraviðræðufundur samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn var klukkutíma langur en honum lauk án nokkurrar niðurstöðu og var ekki boðað til nýs fundar að honum loknum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sáttasemjara var það ekki gert þar sem engin ástæða hafi verið fyrir því. Deiluaðilar séu ekki nálægt kröfum hvors annars. Á leið til fundar í morgun sagði formaður BSRB að meginkrafa bandalagsins væri sú að starfsmenn sem vinni sömu störf á sama vinnustað fái allir sömu kjör þrátt fyrir mismunandi stéttarfélög. Dæmi séu um annað sem enginn megi sætta sig við. SNS hefur haldið því fram að BSRB hafi hafnað samningi sem hefði tryggt félagsmönnum sömu kjör og starfsmenn hjá öðrum stéttarfélögum þegar samningar voru gerðir árið 2020. „BSRB bauðst sami samningur og SGS undirritaði 2020 en hafnaði honum afdráttarlaust þrátt fyrir ítrekuð tilmæli SNS til BSRB um að samþykkja slíkan samning enda myndu félagsmenn þeirra að öðrum kosti verða af launahækkunum í ársbyrjun 2023. SNS hefur undir höndum skrifleg samskipti við forystu BSRB um þetta mál og þykir miður að öðru sé haldið fram í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef SNS í dag. Enginn frá SNS gat veitt fréttastofu viðtal í dag en í tilkynningunni segir að það hafni ákveðnum fullyrðingum BSRB um að sveitarfélög séu að brjóta jafnréttislög. „Ef BSRB telur svo vera hvetur sambandið þau til að fara með málið fyrir dómstóla þar sem það verður ekki leyst með fyrirsögnum í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa náði aftur tali af Sonju eftir fundinn í dag og sagðist hún hafa fundið fyrir því að enginn samningsvilji væri til staðar hjá SNS. Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu meðlima BSRB um verkfallsaðgerðir hafi því ekki breytt miklu hvað varðar kjarasamningsgerðina. Því stefnir allt í það að rúmlega 970 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila muni hefja verkfallsaðgerðir þann 15. maí næst komandi. Flestir þeirra starfa í Kópavogi, eða 524 talsins, en 170 þeirra starfa í Garðabæ, 251 í Mosfellsbæ og 32 á Seltjarnarnesi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. 2. maí 2023 15:07 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. 2. maí 2023 15:07
Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00
Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00