Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í öruggum 3-0 sigri DC United á Charlotte. Ef marka má veraldarvefinn var Guðlaugur Victor hægri miðvörður í þriggja manna línu. Stjarna DC United, Christian Benteke – sem lék lengi vel í ensku úrvalsdeildinni – var meðal markaskorara. Þá er Wayne Rooney þjálfari DC United.
WHAT A WIN #DCU || @CareFirst pic.twitter.com/RME9VVCmYL
— D.C. United (@dcunited) April 30, 2023
Dagur Dan Þórhallsson kom inn af bekknum í þægilegum 2-0 sigri Orlando City á stjörnuliði Los Angeles Galaxy. Javier Hernandez, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Real Madríd, spilar með Galaxy sem og vængmaðurinn Douglas Costa sem lék með Juventus og Bayern.
Að lokum kom Róbert Orri Þorkelsson inn af bekknum í uppbótartíma þegar CF Montréal vann 2-0 útisigur á Sporting Kansas City.
DC United er í 7. sæti austurdeildar með 14 stig, jafn mörg og Orlando City sem er sæti neðar en á leik til góða. CF Montréal er í 13. sæti með 9 stig.