Fótbolti

Stefán Ingi: Ef þú ert hlutlaus þá var þetta geggjaður leikur

Dagur Lárusson skrifar
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Blika í kvöld.
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Blika í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, fór á kostum í leik liðsins gegn Fram í kvöld en hann skoraði þrjú mörk og var maður leiksins.

„Ef þú ert hlutlaus þá var þetta geggjaður leikur en ef við lítum á þetta út frá okkur þá verðum við að bæta mikið af hlutum,” byrjaði Stefán Ingi að segja í viðtali eftir leik.

„Við erum að fá á okkur alltof mikið af mörkum og þá sérstaklega frekar auðveld mörk sem þeir fá úr skyndisóknum. Við verðum að verjast betur sem lið og stöðva þessar skyndisóknir áður en þær hefjast. Við erum auðvitað að skora mikið af mörkum en við verðum einfaldlega að fækka mörkunum sem við fáum á okkur,” hélt Stefán Ingi áfram.

Stefán lýsti fyrsta hálftímanum af leiknum sem nánast fullkomnum hjá Blikum.

„Við vorum yfir í öllu í rauninni, algjörlega frábær fyrsti hálftíminn af leiknum. En eftir það fórum við svolítið niður á við og þá sérstaklega síðustu fimm mínúturnar. Við vorum orðnir kærulausir og hleyptum þeim inn í leikinn.”

Stefán talaði einnig um það að hann og liðsfélagar vildu svara gagnrýnisröddunum aftir tapið í síðasta leik.

„Við vildum mæta í þennan leik af miklum krafti og svara fyrir síðasta leik. Þar sem þetta var í raun okkar heimaleikur þá var það ennþá mikilvægara að vinna. Við mættum því mjög einbeittir til leiks og það sást en síðan eftir það misstum við dampinn og hleyptum þeim inn en við verðum að læra af því,” endaði Stefán Ingi Sigurðarson að segja eftir leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×