Innlent

Konan sem lést á Sel­fossi var á þrí­tugs­aldri

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Konan lést í heimahúsi.
Konan lést í heimahúsi. Vísir/Arnar

Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef lögreglunnar á Suðurlandi.

Þar segir að lögregla vinni nú að rannsókn málsins af fullum þunga, með liðsinni tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin beinist að því að  upplýsa með hvaða hætti andlát konunnar bar að.

Þá segir að ekki sé hægt að greina frekar frá framgangi rannsóknarinnar að svo stöddu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×