Bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum sem mættu á afhroðið gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2023 18:01 Leikmenn Tottenham máttu þola niðurlægjandi tap gegn Newastle um liðna helgi. Clive Brunskill/Getty Images Leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham hafa boðið stuðningsmönnum sínum sem ferðuðust til Newcastle og sáu liðið niðurlægt gegn heimamönnum að endurgreiða þeim miðaverðið. Tottenham heimsótti Newcastle í afar mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti síðastliðinn sunnudag. Það var þó ekki að sjá á leikmönnum Tottenham að mikið væri undir í leiknum því liðið fékk á sig fimm mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og tapaði að lokum 6-1. Andlaus frammistaða er líklega ekki nægilega sterk lýsing á því sem liðsmenn Tottenham buðu stuðninsgmönnum sínum upp á. Raunar var frammistaða liðsins svo slæm að bráðabirgðastjórinn Cristian Stellini, sem hafði verið í þjálfarateymi Antonio Conte, var rekinn daginn eftir leikinn. Hann hafði aðeins stýrt liðinu í fjórum leikjum. Leikmenn Tottenham hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins fyrir miðakaupin á leikinn. „Sem lið skiljum við pirringinn og reiðina. Við vitum að það sem við segjum mun ekki bæta fyrir þetta, en svona tap svíður,“ segir í yfirlýsingu leikmanna. „Við kunnum að meta ykkar stuðning, heima og að heiman, og með það í huga viljum við endurgreiða stuðningsmönnum miðaverðið á St. James' Park. Við vitum að það mun ekki breyta því sem gerðist á sunnudaginn og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta upp fyrir þetta gegn Manchester United á fimmtudaginn þar sem stuðningur ykkar mun enn og aftur skipta okkur öllu máli.“ The players have a message for our fans who went to Newcastle on Sunday... pic.twitter.com/HFfmo8R2iH— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 25, 2023 Tottenham tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudagskvöld í leik sem Lundúnaliðið verður einfaldlega að vinna til að halda veikri von sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili á lífi. Enski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Tottenham heimsótti Newcastle í afar mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti síðastliðinn sunnudag. Það var þó ekki að sjá á leikmönnum Tottenham að mikið væri undir í leiknum því liðið fékk á sig fimm mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og tapaði að lokum 6-1. Andlaus frammistaða er líklega ekki nægilega sterk lýsing á því sem liðsmenn Tottenham buðu stuðninsgmönnum sínum upp á. Raunar var frammistaða liðsins svo slæm að bráðabirgðastjórinn Cristian Stellini, sem hafði verið í þjálfarateymi Antonio Conte, var rekinn daginn eftir leikinn. Hann hafði aðeins stýrt liðinu í fjórum leikjum. Leikmenn Tottenham hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins fyrir miðakaupin á leikinn. „Sem lið skiljum við pirringinn og reiðina. Við vitum að það sem við segjum mun ekki bæta fyrir þetta, en svona tap svíður,“ segir í yfirlýsingu leikmanna. „Við kunnum að meta ykkar stuðning, heima og að heiman, og með það í huga viljum við endurgreiða stuðningsmönnum miðaverðið á St. James' Park. Við vitum að það mun ekki breyta því sem gerðist á sunnudaginn og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta upp fyrir þetta gegn Manchester United á fimmtudaginn þar sem stuðningur ykkar mun enn og aftur skipta okkur öllu máli.“ The players have a message for our fans who went to Newcastle on Sunday... pic.twitter.com/HFfmo8R2iH— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 25, 2023 Tottenham tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudagskvöld í leik sem Lundúnaliðið verður einfaldlega að vinna til að halda veikri von sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili á lífi.
Enski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira