Innlent

Einn lést þegar bátur brann í Njarð­víkur­höfn í nótt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Endurlífgunartilraunir á manninum báru ekki árangur.
Endurlífgunartilraunir á manninum báru ekki árangur. Reykjanesbær

Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 

Þetta staðfestir Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Hann segir að útkallið hafi borist tíu mínútur yfir tvö í nótt og að mikill eldur hafi verið í bátnum. 

„Slökkvistarf stendur enn yfir. Báturinn var færður, hann var farinn að halla mikið og var dreginn lengra inn í höfnina, eiginlega bara upp í fjöru. Hafnsögubáturinn var notaður í það, að ýta honum þangað. Þegar því er lokið verður vettvangurinn afhentur lögreglu til rannsóknar,“ segir Sigurður. 

Uppfært klukkan 10:50: Upphaflega kom fram að mennirnir hefðu verið þrír um borð. Skipstjórinn staðfestir í samtali við fréttastofu að þeir hafi verið sjö talsins. 


Tengdar fréttir

Hiti aftur farinn að aukast í bátnum

Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. 

Gríðar­legur hiti og eldurinn erfiður viður­eignar

Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×