Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 25. apríl 2023 12:28 Hiti er aftur farinn að aukast í netabátnum Grímsnesi, og slökkvilið er enn að störfum. Vísir/Egill Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. Þetta sagði Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í hádegisfréttum á Bylgjunni. Hann og hans lið tók við vaktinni klukkan átta í morgun og var þá enn hiti í skipinu. „Við náðum að lækka hann niður en það er að koma hiti aftur sem við erum að reyna að vinna á,“ segir Herbert. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í Njarðvíkurhöfn í nótt. Slökkviliðið fékk útkall vegna brunans um klukkan tvö í nótt og voru þá sjö skipverjar um borð. Fjórir þeirra komust út að sjálfsdáðum og ómeiddir en tveir voru fluttir á sjúkrahús, annar illa haldinn með brunasár og er honum nú haldið sofandi á Landspítalanum í Fossvogi. Pólskur karlmaður sem hefði orðið fimmtugur á árinu lést í brunanum og lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Egill Slökkvistarf hefur gengið hægt enda, eins og Herbert segir, mikill hiti í skipinu. „Það er að leka sjór inn í skipið en það er líka að koma inn sjór frá okkur. Við erum að dæla og gera göt hér og þar um skipið til að dæla vatni inn,“ segir Herbert. Hætta sé alltaf á að skipið sökkvi takist ekki að dæla sjónum út jafnóðum og honum er dælt um borð í skipið. „Við erum að setja hérna aukadælur og Köfunarþjónusta Sigurðar er að störfum líka og að lána okkur dælur sem henta vel í þetta. Þannig að við erum að gera stærri göt til að komast að sjónum sem er hérna inni. Það er töluverður sjór í skipinu. Það var farið að halla vel í morgun og við erum búin að vera að dæla síðan klukkan átta,“ segir Herbert. „Þetta tekur langan tíma og þetta er náttúrulega stálskip sem leiðir hita út um allt og maður veit aldrei hvar þetta blossar upp aftur.“ Reykjanesbær Slökkvilið Lögreglumál Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06 Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta sagði Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í hádegisfréttum á Bylgjunni. Hann og hans lið tók við vaktinni klukkan átta í morgun og var þá enn hiti í skipinu. „Við náðum að lækka hann niður en það er að koma hiti aftur sem við erum að reyna að vinna á,“ segir Herbert. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í Njarðvíkurhöfn í nótt. Slökkviliðið fékk útkall vegna brunans um klukkan tvö í nótt og voru þá sjö skipverjar um borð. Fjórir þeirra komust út að sjálfsdáðum og ómeiddir en tveir voru fluttir á sjúkrahús, annar illa haldinn með brunasár og er honum nú haldið sofandi á Landspítalanum í Fossvogi. Pólskur karlmaður sem hefði orðið fimmtugur á árinu lést í brunanum og lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Egill Slökkvistarf hefur gengið hægt enda, eins og Herbert segir, mikill hiti í skipinu. „Það er að leka sjór inn í skipið en það er líka að koma inn sjór frá okkur. Við erum að dæla og gera göt hér og þar um skipið til að dæla vatni inn,“ segir Herbert. Hætta sé alltaf á að skipið sökkvi takist ekki að dæla sjónum út jafnóðum og honum er dælt um borð í skipið. „Við erum að setja hérna aukadælur og Köfunarþjónusta Sigurðar er að störfum líka og að lána okkur dælur sem henta vel í þetta. Þannig að við erum að gera stærri göt til að komast að sjónum sem er hérna inni. Það er töluverður sjór í skipinu. Það var farið að halla vel í morgun og við erum búin að vera að dæla síðan klukkan átta,“ segir Herbert. „Þetta tekur langan tíma og þetta er náttúrulega stálskip sem leiðir hita út um allt og maður veit aldrei hvar þetta blossar upp aftur.“
Reykjanesbær Slökkvilið Lögreglumál Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06 Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06
Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45