Ellismellir orðaðir við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 19:31 Gæti snúið aftur til Barcelona. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Ekki nóg með það að verðandi Spánarmeistarar Barcelona ætli að sækja hundgamlan Lionel Messi þegar félagaskiptaglugginn opnar heldur virðist liðið líka ætla að sækja gamlan framherja til að krydda upp á sóknarleik liðsins. Það bendir allt til þess að Messi snúi aftur á Nývang í sumar en Börsungar virðast vera að gera allt í sínu valdi til að týndi sonurinn snúi heim á nýja leið. Messi verður 36 ára á árinu en það mun ekki breyta því að stuðningsfólk Barcelona mun hylla hann líkt og Messías þegar hann semur við liðið á nýjan leik. Það sem vekur þó athygli er að Barcelona er einnig orðað við tvo ellismelli úr ensku úrvalsdeildinni. Pierre Emerick-Aubameyang verður 34 ára gamall í sumar og virðist vera að snúa aftur í raðir Barcelona aðeins ári eftir að félagið seldi hann til Chelsea. Ferill Aubameyang hefur verið stórundarlegur undanfarin misseri en eftir að Arsenal losaði hann undan samningi samdi hann við Barcelona og blómstraði í Katalóníu. Það var samt tekin sú ákvörðun að selja hann til Chelsea þar sem hann hefur engan veginn fundið sig. Nú virðist sem hann gæti snúið aftur til Katalóníu, það er ef Barcelona semur ekki við Roberto Firmino á undan. BREAKING: Barcelona have made Chelsea s Pierre-Emerick Aubemeyang their top No.9 target this summer on a striker list that also includes Liverpool s Roberto Firmino pic.twitter.com/B7vEURjdTV— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2023 Brasilíumaðurinn Firmino verður 32 ára næsta haust en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur gefið út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og nú segir Sky Sports að hann sé á lista Barcelona yfir mögulega framherja sem liðið vill í sínar raðir. Robert Lewandowski, sem verður 35 ára í haust, er aðalframherji Börsunga en það virðist sem Xavi stefni á að auka breiddina í hópnum í von um að berjast á fleiri vígstöðvum en aðeins heima fyrir á næstu leiktíð. Hvernig Barcelona ætlar að skrá alla þessa nýju leikmenn sína kemur í ljós en liðið gat til að mynda ekki skráð Gavi í aðalliðshóp félagsins á dögunum vegna fjárhagsreglna La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona trónir á toppi La Liga með 76 stig, 11 stigum meira en ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira
Það bendir allt til þess að Messi snúi aftur á Nývang í sumar en Börsungar virðast vera að gera allt í sínu valdi til að týndi sonurinn snúi heim á nýja leið. Messi verður 36 ára á árinu en það mun ekki breyta því að stuðningsfólk Barcelona mun hylla hann líkt og Messías þegar hann semur við liðið á nýjan leik. Það sem vekur þó athygli er að Barcelona er einnig orðað við tvo ellismelli úr ensku úrvalsdeildinni. Pierre Emerick-Aubameyang verður 34 ára gamall í sumar og virðist vera að snúa aftur í raðir Barcelona aðeins ári eftir að félagið seldi hann til Chelsea. Ferill Aubameyang hefur verið stórundarlegur undanfarin misseri en eftir að Arsenal losaði hann undan samningi samdi hann við Barcelona og blómstraði í Katalóníu. Það var samt tekin sú ákvörðun að selja hann til Chelsea þar sem hann hefur engan veginn fundið sig. Nú virðist sem hann gæti snúið aftur til Katalóníu, það er ef Barcelona semur ekki við Roberto Firmino á undan. BREAKING: Barcelona have made Chelsea s Pierre-Emerick Aubemeyang their top No.9 target this summer on a striker list that also includes Liverpool s Roberto Firmino pic.twitter.com/B7vEURjdTV— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2023 Brasilíumaðurinn Firmino verður 32 ára næsta haust en samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur gefið út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og nú segir Sky Sports að hann sé á lista Barcelona yfir mögulega framherja sem liðið vill í sínar raðir. Robert Lewandowski, sem verður 35 ára í haust, er aðalframherji Börsunga en það virðist sem Xavi stefni á að auka breiddina í hópnum í von um að berjast á fleiri vígstöðvum en aðeins heima fyrir á næstu leiktíð. Hvernig Barcelona ætlar að skrá alla þessa nýju leikmenn sína kemur í ljós en liðið gat til að mynda ekki skráð Gavi í aðalliðshóp félagsins á dögunum vegna fjárhagsreglna La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona trónir á toppi La Liga með 76 stig, 11 stigum meira en ríkjandi Spánarmeistarar Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira