Innlent

Stærsti skjálftinn síðan í desember

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Grímsvötnum.
Frá Grímsvötnum. Vísir/RAX

Skjálfti 3,3 að stærð mældist klukkan 15:15 í dag um 3,4 kílómetrum norðaustur af Grímsfjalli. Síðast mældist svo stór skjálfti við Grímsvötn fyrir fjórum mánuðum síðan, í desember. Jörð hefur einnig nötrað í Bárðarbungu.

Að sögn Lovísu Mjallar Guðmundsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er skjálftinn sambærilegur og þeim sem greinst hafa í skjálftavirkni á svæðinu undanfarna mánuði. Hann sé þó sá stærsti í nokkurn tíma.

„Þetta er ekki óalgengt. Hann er í raun af svipaðri stærð og þeir sem við höfum hingað til fylgst með. Þeir stærstu mældust í ágúst 2022, sá var 3,7 af stærð og hinn 3,2 sem við mældum í desember.“

Skjálfti í Bárðarbungu í nótt

Þá mældist skjálfti að stærð 3,2 í Bárðarbungu klukkan 03:34 í nótt.

Skjálftar af þessar stærð eru algengir í Bárðarbungu samkvæmt upplýsingum Veðurstofu.

Skjálftar af sömu stærð mældust bæði í mars og febrúar síðastliðinn.

Yfirlit yfir skjálfta sem mælst hafa í dag. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×