Innlent

Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur er bjartsýnn á gott sumar.
Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur er bjartsýnn á gott sumar. Vísir/Vilhelm

Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“

Þetta kom fram í Bakaríinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. Siggi er sérlega bjartsýnn í aðdraganda sumars, með fyrirvara þó.

„Menn safna saman lotum í mörg ár yfir ákveðið tímabil. Það eru allskonar aðferðir til fyrir að spá um þetta en svo reikna menn út hvað er líklegast að verði á matseðlinum tíu dögum seinna. Svona vinna menn þetta,“ útskýrir Siggi.

„Fólk hefur hinsvegar ekki sérstakan áhuga á öðru en sumrinu. Þegar sólin fer að sjást og hitatölur að hækka, þá fer allt á fullt.“

Veðurfræðingurinn segist hafa talið ein átta hjólhýsi í heimabæ sínum Hafnarfirði á dögunum. Hann segir að líkurnar á því að sumarið verði betri en meðalsumarið góðar.

„En þá verðum við líka að hafa í huga, svo að stelpurnar verði ekki alveg vitlausar á hárgreiðslustofunni að Ísland hefur ekkert sérlega háar tölur þegar kemur að hæsta hita dagsins. Hitinn fer kannski hæst í tólf eða fjórtán stig, þannig það er ekki Mallorca eða Tenerife tölur í kortunum,“ segir Siggi.

Fremur þurrt sumar

Hann segir að í stuttu máli séu spárnar fremur bjartar og líkur á sól.

„Þetta verður fremur þurrt sumar og þetta verður fremur hlýtt sumar. Þessi blanda er mjög vinsæl hjá ferðalanganum og okkur sem erum í bænum og á röltinu.“

Það verði hinsvegar rigningardagar inni á milli. „Þetta þýðir ekki að það komi ekki öðruvísi dagar inni á milli.“

Siggi segir að þetta muni þó hljóta að geta talist gott sumar. „En svo er alltaf erfiðara að spá fyrir um skýin með svona löngum fyrirvara, en það koma bongódagar inni á milli.“


Tengdar fréttir

Vorið verður fremur svalt

Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×