Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 21. apríl 2023 18:54 Tilkynnt var um átök á bílastæðinu við Fjarðarkaup laust fyrir miðnætti í gær. Þolandi var fluttur á slysadeild þar sem hann lést skömmu siðar. Vísir/Margrét Björk Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. Karlmaðurinn var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Hann var með fleiri en einn stunguáverka eftir árásina. Grímur Grímsson staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að handteknu væru „undir tvítugu,“ án þess að tilgreina nákvæman aldur. Spurður hvort barnaverndarnefnd hafi komið að málinu segir hann: „Sé að um að ræða sakhæfan einstakling á bilinu 15-18 ára, það er að segja áður en hann verður sjálfráða, þá er það unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld, já.“ Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Vitni tilkynntu árásina til lögreglu Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í dag og búið sé að yfirheyra þá sem voru handteknir: „Við teljum okkur vera búnir að fá nokkuð ljósa mynd af því sem gerðist.“ Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um tengsl mannanna. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að engin tengsl virðast hafa verið á milli mannanna. Grímur segist ekki getað svarað því hvað hafi búið að baki en ráðist var í handtökur í gærkvöldi og í nótt. „Það voru vitni að árásinni sem tilkynntu til lögreglu. Við höfum verið að reyna að afla [myndbandsupptaka] í dag, hvort það séu upplýsingar í öryggismyndavélum í nágrenninu og það hefur gefist ágætlega. Það eru einhverjar myndir til, já.“ Hann segir ekkert benda til þess að atvikið tengist öðrum málum sem nýlega hafi komið inn á borð lögreglu, til dæmis varðandi ólgu í undirheimum. Grímur segir að hinir fjórir handteknu hafi allir verið Íslendingar. Í kvöldfréttum RÚV kemur fram að hinn látni hafi verið pólskur. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Karlmaðurinn var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Hann var með fleiri en einn stunguáverka eftir árásina. Grímur Grímsson staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að handteknu væru „undir tvítugu,“ án þess að tilgreina nákvæman aldur. Spurður hvort barnaverndarnefnd hafi komið að málinu segir hann: „Sé að um að ræða sakhæfan einstakling á bilinu 15-18 ára, það er að segja áður en hann verður sjálfráða, þá er það unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld, já.“ Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Vitni tilkynntu árásina til lögreglu Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í dag og búið sé að yfirheyra þá sem voru handteknir: „Við teljum okkur vera búnir að fá nokkuð ljósa mynd af því sem gerðist.“ Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um tengsl mannanna. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að engin tengsl virðast hafa verið á milli mannanna. Grímur segist ekki getað svarað því hvað hafi búið að baki en ráðist var í handtökur í gærkvöldi og í nótt. „Það voru vitni að árásinni sem tilkynntu til lögreglu. Við höfum verið að reyna að afla [myndbandsupptaka] í dag, hvort það séu upplýsingar í öryggismyndavélum í nágrenninu og það hefur gefist ágætlega. Það eru einhverjar myndir til, já.“ Hann segir ekkert benda til þess að atvikið tengist öðrum málum sem nýlega hafi komið inn á borð lögreglu, til dæmis varðandi ólgu í undirheimum. Grímur segir að hinir fjórir handteknu hafi allir verið Íslendingar. Í kvöldfréttum RÚV kemur fram að hinn látni hafi verið pólskur.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53