Innlent

36 til­lögur bárust í sam­keppni um þróun Keldna­lands

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Til stendur að reisa nýtt borgarhverfi í Keldnalandi.
Til stendur að reisa nýtt borgarhverfi í Keldnalandi. Reykjavíkurborg

Þrjátíu og sex tillögur bárust um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum í fyrri áfanga alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands. Dómnefnd mun nú leggjast yfir tillögurnar og velja fimm sem verða þróaðar áfram.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Niðurstaða dómnefndar mun liggja fyrir 11. maí næstkomandi. Þá fá tillöguhöfundar frest til 18. ágúst til að skila inn fullunnum tillögum en endanleg niðurstaða í samkeppninni mun liggja fyrir í september.

„Með samkeppninni er verið að leita eftir teymi með áhugaverða og raunsæja hugmynd að nýju þéttbyggðu, fjölbreyttu og kolefnishlutlausu hverfi, sem verður vel tengt innan borgarinnar og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Á grunni áhugaverðustu hugmyndarinnar verður farið í frekari skipulagsvinnu að samkeppninni lokinni,“ segir í tilkynningunni.

Ekki verður gefið upp hverjir stóðu að baki tillögunum 36 fyrr en búið er að tilkynna um úrslit í keppninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×