Innlent

Ásgerður og Kjartan Bjarni metin hæfust

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgerður og Kjartan þykja hæfust. Dómsmálaráðherra þarf að finna út úr því hvort þeirra hlýtur stöðuna.
Ásgerður og Kjartan þykja hæfust. Dómsmálaráðherra þarf að finna út úr því hvort þeirra hlýtur stöðuna.

Dómnefnd um hæfni umsækjenda telur héraðsdómarana Ásgerði Ragnarsdóttur og Kjartan Bjarna Björgvinsson hæfust til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Nefndin telur ekki hægt að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja.

Hinn 10. febrúar auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til setningar embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis dómara við réttinn til sex ára. Sett verður í embættið til og með 28. febrúar 2029. Umsóknarfrestur var til 27. sama mánaðar og bárust fjórar umsóknir um embættið.

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur og er það niðurstaða nefndarinnar að Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu hæfust til að hljóta setningu í embættið, og að ekki verði gert upp á milli hæfni þeirra tveggja.

Dómnefndina skipuðu þau Eiríkur Tómasson, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×