Biden sagður munu tilkynna um framboð sitt á þriðjudag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2023 07:16 Biden er sagður munu tilkynna á þriðjudag að hann sækist eftir endurkjöri. AP/Patrick Semansky Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður stefna á að tilkynna það á þriðjudag að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fjögur ár verða þá liðinn frá því að hann tilkynnti um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2020. New York Times segir Biden munu dvelja í Camp David um helgina, með nánustu fjölskyldu og ráðgjöfum. Unnið er að áætlunum um framboðstilkynninguna en forsetinn ku ekki enn hafa lagt blessun sína yfir fyrirætlanirnar. Fjölmiðlafulltrúi forsetans, Karine Jean-Pierre, neitaði að tjá sig í samskiptum við New York Times í gær en hafði fyrr um daginn látið þau orð falla á blaðamannafundi að tilkynningin myndi ekki koma frá fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins. Biden er 80 ára gamall og nú þegar elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þá verður hann 86 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Aldur Biden hefur valdið efasemdum um skynsemi þess að forsetinn sækist eftir endurkjöri en auknar líkur á því að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikanaflokksins eru sagðar hafa fylkt ólíkum hópum innan Demókrataflokksins á bak við forsetann. Ef Biden fer fram þykir nokkuð öruggt að hann sigri forval flokksins örugglega. Fjárframlög til Trump hafa stóraukist eftir að ákæra var gefin út á hendur honum í New York í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels og Biden er nú sagður hafa stefnt mögulegum fjárhagslegum stuðningsmönnum sínum til Washington í næstu viku. Talið er að kostnaður við kosningabaráttuna muni nema yfir milljarði Bandaríkjadala. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
New York Times segir Biden munu dvelja í Camp David um helgina, með nánustu fjölskyldu og ráðgjöfum. Unnið er að áætlunum um framboðstilkynninguna en forsetinn ku ekki enn hafa lagt blessun sína yfir fyrirætlanirnar. Fjölmiðlafulltrúi forsetans, Karine Jean-Pierre, neitaði að tjá sig í samskiptum við New York Times í gær en hafði fyrr um daginn látið þau orð falla á blaðamannafundi að tilkynningin myndi ekki koma frá fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins. Biden er 80 ára gamall og nú þegar elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þá verður hann 86 ára þegar næsta kjörtímabili lýkur. Aldur Biden hefur valdið efasemdum um skynsemi þess að forsetinn sækist eftir endurkjöri en auknar líkur á því að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikanaflokksins eru sagðar hafa fylkt ólíkum hópum innan Demókrataflokksins á bak við forsetann. Ef Biden fer fram þykir nokkuð öruggt að hann sigri forval flokksins örugglega. Fjárframlög til Trump hafa stóraukist eftir að ákæra var gefin út á hendur honum í New York í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels og Biden er nú sagður hafa stefnt mögulegum fjárhagslegum stuðningsmönnum sínum til Washington í næstu viku. Talið er að kostnaður við kosningabaráttuna muni nema yfir milljarði Bandaríkjadala. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira