Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 08:32 Thomas Tuchel tók við Julian Nagelsmann sem þjálfari Bayern fyrir ekki svo löngu síðan. Christina Pahnke/Getty Images Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City vann fyrri leikinn á Etihad-vellinum í Manchester 3-0 og er komið með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Þó Pep Guardiola segir að Bayern sé til alls líklegt og að atvikið milli Sadio Mané og Leroy Sané eftir leik geti í raun hjálpað Bæjurum þá er Tuchel ekki á sama máli. „Við þurfum kraftaverk,“ sagði Tuchel um leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. „Ég veit ekki hvort það er viðeigandi að tala um 4-0 eða 5-1 sigur, við þurfum að vera raunsæir en að sjálfsögðu höfum við trú á eigin getu. Ef við eigum góðan fyrri hálfleik er allt mögulegt.“ „Þetta er risastórt fjall sem við þurfum að klífa og það er þess vegna sem við þurfum að hafa trú á eigin getu en við getum ekki látið okkur dreyma. Draumar fyrir mér eru tengdir svefni og við getum ekki sofið í eina sekúndu.“ Við verðum að trúa og að trúa þýðir að við þurfum að láta hlutina gerast. Við þurfum að spila sem lið, spila vel og spila af mikilli ákefð. Við erum ekki eini í þessu og stuðningsfólk okkar mun styðja dyggilega við bakið á okkur.“ Sadio Mané verður í hóp Bayern í kvöld þó svo að hann hafi slegið Sané í andlitið með þeim afleiðingum að vör hans stokkbólgnaði eftir fyrri leikinn. Hvort Mané byrji er annað mál en Tuchel er þó ekki viss um að málið muni gefa Bayern byr í seglin. „Ég vonaðist til þess gegn Hoffenheim en það gerði það augljóslega ekki,“ sagði þjálfarinn að endingu en Bayern gerði 1-1 jafntefli um helgina. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan Tuchel tók við og á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Leikur Bayern og Man City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Man City vann fyrri leikinn á Etihad-vellinum í Manchester 3-0 og er komið með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Þó Pep Guardiola segir að Bayern sé til alls líklegt og að atvikið milli Sadio Mané og Leroy Sané eftir leik geti í raun hjálpað Bæjurum þá er Tuchel ekki á sama máli. „Við þurfum kraftaverk,“ sagði Tuchel um leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. „Ég veit ekki hvort það er viðeigandi að tala um 4-0 eða 5-1 sigur, við þurfum að vera raunsæir en að sjálfsögðu höfum við trú á eigin getu. Ef við eigum góðan fyrri hálfleik er allt mögulegt.“ „Þetta er risastórt fjall sem við þurfum að klífa og það er þess vegna sem við þurfum að hafa trú á eigin getu en við getum ekki látið okkur dreyma. Draumar fyrir mér eru tengdir svefni og við getum ekki sofið í eina sekúndu.“ Við verðum að trúa og að trúa þýðir að við þurfum að láta hlutina gerast. Við þurfum að spila sem lið, spila vel og spila af mikilli ákefð. Við erum ekki eini í þessu og stuðningsfólk okkar mun styðja dyggilega við bakið á okkur.“ Sadio Mané verður í hóp Bayern í kvöld þó svo að hann hafi slegið Sané í andlitið með þeim afleiðingum að vör hans stokkbólgnaði eftir fyrri leikinn. Hvort Mané byrji er annað mál en Tuchel er þó ekki viss um að málið muni gefa Bayern byr í seglin. „Ég vonaðist til þess gegn Hoffenheim en það gerði það augljóslega ekki,“ sagði þjálfarinn að endingu en Bayern gerði 1-1 jafntefli um helgina. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan Tuchel tók við og á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Leikur Bayern og Man City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01