Rúnar Páll: Að tala um andleysi í mínu liði er bara þvílík þvæla Árni Jóhannsson skrifar 16. apríl 2023 19:31 Rúnar Páll þjálfari Fylkis var stoltur af sínum mönnum í dag. Vísir / Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, kvaðst vera stoltur af sínum mönnum í dag en var að vonum svekktur með að vera lentur undir snemma leiks. Víkingur bar sigurorð af Fylki 2-0 í 2. umferð Bestu deildar karla í leik sem leið fyrir veðuraðstæður. Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“ Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“
Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00