Innlent

Tæknin, fjár­mál borgarinnar og bókun 35

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti á Sprengisand í dag. Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ, ræðir áhrif tækninnar á samskipti fólks og þær breytingar sem hún veldur á daglegu lífi. Við höfum vanmetið áhrifin að hans mati.

Hildur Björnsdóttir oddviti minnihlutans í borgarstjórn Reykjavík ræðir fjármál borgarinnar og gagnrýnir meirihlutann fyrir fjármálastjórn sína.

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur reyndar að forysta flokksins og þingflokkur eigi að segja sig úr flokkum, skiptist á skoðunum við Helgu Völu Helgadóttur alþingismann um bókun 35 við EES samninginn - forgangsákvæði ESB réttar - sem hann telur að skerði fullveldi Íslands en fyrir liggur breyting á þessu ákvæði af hálfu utanríkisráðherra. Umdeild skoðun hjá Arnari að venju.

Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar gerir grein fyrir harkalegri gagnrýni samtakanna á nýja skýrslu Boston Consulting fyrir matvælaráðuneytið um lagareldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×