Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2023 12:25 Þeir Ómar og Reynir hafa lengi eldað grátt silfur. Ómar segir frétt á mannlif.is vera hálfsannleik. Hann skuldi skattinum ekki krónu þrátt fyrir að í frétt Mannlífs komi fram að hann standi frammi fyrir himinhárri skuld. vísir/vilhelm/aðsend Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. „Þetta er nú ljóta ruglið. Ég fékk athugasemd frá skattinum við skattskil, þau voru leiðrétt í kjölfarið. Ég fékk sekt í framhaldinu sem hefur verið greidd að fullu og ég skulda skattinum ekki krónu,“ segir Ómar í samtali við Vísi; „hvorki ég, kona mín né félög sem okkur tengjast.“ Segir fréttina hálfsannleik sem oftast sé óhrekjandi lygi Á Mannlífsvefnum birtist nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „Ómar lögmaður skuldar skattinum tugmilljónir – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett“. Ómar birtist heldur skuggalegur á vef Mannlífs í morgun. Lögmaðurinn vill meina að hefndarhugur ritstjórans hafi ráðið skrifunum sem séu í besta falli hálfsannleikur.skjáskot Þar segir að Ómar megi sæta því að fasteign í Garðabæ, „sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, [hafi] verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar.“ Í fréttinni segir að ekki liggi fyrir hvernig skuldin sé til komin vegna þess að Ómar hafi ekki svarað spurningum miðilsins. „Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi af því að bankareikningur lögmannsins var frystur,“ segir enn fremur í fréttinni. Er þetta þá algerlega úr lausu lofti gripið? „Nei, þetta var kyrrsett upphaflega. Og ég fékk sekt. Ég borgaði hana. „Case closed“. Ómar kallaði eftir staðfestingu frá skattinum þess efnis að allt sé í skilum hvað sig varði þar á bæ og má sjá skjáskot af bréfi þess efnis hér neðar. Ómar segist spurður ekki vera með tímalínu málsins alveg á hraðbergi. „Þetta kom upp 2022 og voru upphaflega deildar meiningar um fjárhæðir, eins og gengur og gerist. Þegar niðurstaðan lá fyrir í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þá var allt borgað upp í topp.“ Telur hefndarhug ráða skrifunum Ómar telur að undirliggjandi sé að ritstjórinn Reynir sé að svala andúð sinni á sér með því að birta frétt sem er í meginatriðum röng. En þeir Ómar og Reynir hafa eldað grátt silfur lengi. „Þetta er smámál sem er verið að reyna að blása út af því að ég hef staðið Reyni Traustason ítrekað að rangfærslum i skrifum sínum. Hann hefur fengið fjóra áfellisdóma hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir kvartanir mínar undan honum þar, fyrir viðskiptavini. Það leiddi til þess að maðurinn, sem borgaði honum fyrir falsfréttir sínar og illmælgi, hætti að borga honum.“ Spurður hvort hann hyggist kæra fréttaflutninginn segir Ómar erfitt að eltast við ærulausan mann sem Reynir sé. „Allt að einu er óhjákvæmilegt að íhuga málið og gera í það minnsta athugasemd við þessi skrif.“ Skattar og tollar Fjölmiðlar Lögmennska Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þetta er nú ljóta ruglið. Ég fékk athugasemd frá skattinum við skattskil, þau voru leiðrétt í kjölfarið. Ég fékk sekt í framhaldinu sem hefur verið greidd að fullu og ég skulda skattinum ekki krónu,“ segir Ómar í samtali við Vísi; „hvorki ég, kona mín né félög sem okkur tengjast.“ Segir fréttina hálfsannleik sem oftast sé óhrekjandi lygi Á Mannlífsvefnum birtist nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „Ómar lögmaður skuldar skattinum tugmilljónir – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett“. Ómar birtist heldur skuggalegur á vef Mannlífs í morgun. Lögmaðurinn vill meina að hefndarhugur ritstjórans hafi ráðið skrifunum sem séu í besta falli hálfsannleikur.skjáskot Þar segir að Ómar megi sæta því að fasteign í Garðabæ, „sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, [hafi] verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar.“ Í fréttinni segir að ekki liggi fyrir hvernig skuldin sé til komin vegna þess að Ómar hafi ekki svarað spurningum miðilsins. „Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi af því að bankareikningur lögmannsins var frystur,“ segir enn fremur í fréttinni. Er þetta þá algerlega úr lausu lofti gripið? „Nei, þetta var kyrrsett upphaflega. Og ég fékk sekt. Ég borgaði hana. „Case closed“. Ómar kallaði eftir staðfestingu frá skattinum þess efnis að allt sé í skilum hvað sig varði þar á bæ og má sjá skjáskot af bréfi þess efnis hér neðar. Ómar segist spurður ekki vera með tímalínu málsins alveg á hraðbergi. „Þetta kom upp 2022 og voru upphaflega deildar meiningar um fjárhæðir, eins og gengur og gerist. Þegar niðurstaðan lá fyrir í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þá var allt borgað upp í topp.“ Telur hefndarhug ráða skrifunum Ómar telur að undirliggjandi sé að ritstjórinn Reynir sé að svala andúð sinni á sér með því að birta frétt sem er í meginatriðum röng. En þeir Ómar og Reynir hafa eldað grátt silfur lengi. „Þetta er smámál sem er verið að reyna að blása út af því að ég hef staðið Reyni Traustason ítrekað að rangfærslum i skrifum sínum. Hann hefur fengið fjóra áfellisdóma hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir kvartanir mínar undan honum þar, fyrir viðskiptavini. Það leiddi til þess að maðurinn, sem borgaði honum fyrir falsfréttir sínar og illmælgi, hætti að borga honum.“ Spurður hvort hann hyggist kæra fréttaflutninginn segir Ómar erfitt að eltast við ærulausan mann sem Reynir sé. „Allt að einu er óhjákvæmilegt að íhuga málið og gera í það minnsta athugasemd við þessi skrif.“
Skattar og tollar Fjölmiðlar Lögmennska Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira