Segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2023 20:07 Óskar Snorri og Agnes Fríða, nemendur skólans, sem gefa félagslífinu sína bestu einkunn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var hátíðarstemning á Laugarvatni í dag þegar menntaskólinn á staðnum fagnaði 70 ára afmæli sínu. Um 130 nemendur stunda nám við skólann og búa þeir allir á heimavist. Nemendur segja félagslífið langskemmtilegast við skólann. Forseti Íslands var heiðursgestur afmælishátíðarinnar en hátíðardagskráin fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Kór skólans söng tvö lög og svo voru flutt nokkur ávörp og opið hús var í skólanum. Málverk af fyrrverandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni var afhjúpað en Gunnar Júlíusson, listamaður og fyrrverandi nemandi skólans málaði verkið. „Þetta er skóli, sem byggir á öflugum hefðum og öflugu bóknámi en grundvallast kannski fyrst og fremst í góðu félagslífi og þessu lífi, sem skapast og stemmingunni á heimavistinni. Skólinn er mjög vinsæll enda eigum við bara mjög góðu gengi að fagna hér,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Jóna Katrín Hilmarsdóttir með forseta Íslands þegar hann mætti til hátíðardagskrárinnar á Laugarvatni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Kæru Laugvetningar, hjartanlega til hamingju með afmælið og megi Menntaskólinn að Laugarvatni áfram vaxa og dafna landi og þjóð til heilla. Megið þið halda í forna siði en fagna um leið ferskum straumum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands meðal annars í ávarpi sínum. Óskar H. Ólafsson var í fyrsta árgangi skólans. „Við vorum tíu félagarnir, sem útskrifuðumst 1954 fyrsta árið. Skólinn var þá bara eins og hann er núna. Hann saman stóð af góðu fólki, góðum kennurum og góðum nemendum,“ segir Óskar. Óskar H. Ólafsson, sem var í fyrsta árgangi skólans en hann hér með syni sínum, Óskari Hafsteini Óskarssyni, presti í Hruna í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Núverandi nemendur skólans segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft. „Ó já, miklu skemmtilegra, jú, jú, það er eiginlega ekkert hægt að þræta um það,“ segir Agnes Fríða Þórðardóttir stallari skólans. “Það eru ógleymanleg kvöld þegar maður er upp í herbergi með vinum og félögum að spila og spjalla, það er það sem er félagslífið, það erum við krakkarnir, “ segir Óskar Snorri Óskarsson fyrrverandi stallari skólans. Halldóra Páll Halldórsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni er ánægður með málverkið af sér, sem var afhjúpað í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Forseti Íslands var heiðursgestur afmælishátíðarinnar en hátíðardagskráin fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Kór skólans söng tvö lög og svo voru flutt nokkur ávörp og opið hús var í skólanum. Málverk af fyrrverandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni var afhjúpað en Gunnar Júlíusson, listamaður og fyrrverandi nemandi skólans málaði verkið. „Þetta er skóli, sem byggir á öflugum hefðum og öflugu bóknámi en grundvallast kannski fyrst og fremst í góðu félagslífi og þessu lífi, sem skapast og stemmingunni á heimavistinni. Skólinn er mjög vinsæll enda eigum við bara mjög góðu gengi að fagna hér,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Jóna Katrín Hilmarsdóttir með forseta Íslands þegar hann mætti til hátíðardagskrárinnar á Laugarvatni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Kæru Laugvetningar, hjartanlega til hamingju með afmælið og megi Menntaskólinn að Laugarvatni áfram vaxa og dafna landi og þjóð til heilla. Megið þið halda í forna siði en fagna um leið ferskum straumum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands meðal annars í ávarpi sínum. Óskar H. Ólafsson var í fyrsta árgangi skólans. „Við vorum tíu félagarnir, sem útskrifuðumst 1954 fyrsta árið. Skólinn var þá bara eins og hann er núna. Hann saman stóð af góðu fólki, góðum kennurum og góðum nemendum,“ segir Óskar. Óskar H. Ólafsson, sem var í fyrsta árgangi skólans en hann hér með syni sínum, Óskari Hafsteini Óskarssyni, presti í Hruna í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Núverandi nemendur skólans segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft. „Ó já, miklu skemmtilegra, jú, jú, það er eiginlega ekkert hægt að þræta um það,“ segir Agnes Fríða Þórðardóttir stallari skólans. “Það eru ógleymanleg kvöld þegar maður er upp í herbergi með vinum og félögum að spila og spjalla, það er það sem er félagslífið, það erum við krakkarnir, “ segir Óskar Snorri Óskarsson fyrrverandi stallari skólans. Halldóra Páll Halldórsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni er ánægður með málverkið af sér, sem var afhjúpað í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda