Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2023 10:07 Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. Samsett „Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi. Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans. Að morgni 31. mars síðastliðinn var komið að heimför hjá Rebeccu eftir ánægjulega dvöl á Íslandi. „Ég yfirgaf gistiheimilið í Keflavík um hálfsex leytið þennan morgun og fór um borð í flugvallarskutluna á vegum gistiheimilisins. Við vorum bara tvö um borð í skutlunni, ég og 65 ára íslenskur maður sem sagði mér að hann væri á leið í þriggja vikna ferð til Kazakhstan. Við spjölluðum aðeins áður en skutlan lagði af stað og hann sagði mér frá ferðinni sem hann var að fara í, og sagði að hann væri að fara að skoða söguminjar og fræga staði og mér fannst það mjög heillandi, hann var mjög hress og skemmtilegur.“ Sveittur og þvalur og hristist allur til Rebecca segir að skutlan hafi verið nýlögð af stað þegar hún tók eftir að maðurinn byrjaði að stífna upp og hristast allur til. Hún segist fyrst hafa haldið að um hjartaáfall væri að ræða. „En ég á nokkra vini sem eru flogaveikir og mér fannst þetta líta út eins og flogakast. Ég hef líka unnið á járnbrautarstöðvum í Ástralíu og ég hef oft komið að allskonar bráðatilfellum.“ Hún segir bílstjóra skutlunnar hafa kunnað mjög lítið í ensku, og hún hafi því sjálf þurft að hringja í Neyðarlínuna til að biðja um aðstoð. Bílstjórinn hafi síðan náð að keyra skutlunni út í vegkant. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabílnum átti Íslendingurinn í miklum öndunarerfiðleikum, andaði mjög grunnt og hratt. „Hann var mjög sveittur og þvalur gat ómögulega tjáð sig. Ég reyndi að honum þannig fyrir í sætinu að hann myndi ekki geta skaðað sjálfan sig. Ég reyndi að tala rólega við hann og fullvissa hann um allt myndi vera í lagi. Loks komu tveir sjúkrabílar og hann var settur á börur og fluttur á brott ásamt eigum sínum. Bílstjóranum, sem ók skutlunni var augljóslega mjög brugðið en mér skilst að hann hafi verið nýbyrjaður.“ Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. „Ég myndi endilega vilja vita hvort hann sé heill á húfi.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ástralía Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Að morgni 31. mars síðastliðinn var komið að heimför hjá Rebeccu eftir ánægjulega dvöl á Íslandi. „Ég yfirgaf gistiheimilið í Keflavík um hálfsex leytið þennan morgun og fór um borð í flugvallarskutluna á vegum gistiheimilisins. Við vorum bara tvö um borð í skutlunni, ég og 65 ára íslenskur maður sem sagði mér að hann væri á leið í þriggja vikna ferð til Kazakhstan. Við spjölluðum aðeins áður en skutlan lagði af stað og hann sagði mér frá ferðinni sem hann var að fara í, og sagði að hann væri að fara að skoða söguminjar og fræga staði og mér fannst það mjög heillandi, hann var mjög hress og skemmtilegur.“ Sveittur og þvalur og hristist allur til Rebecca segir að skutlan hafi verið nýlögð af stað þegar hún tók eftir að maðurinn byrjaði að stífna upp og hristast allur til. Hún segist fyrst hafa haldið að um hjartaáfall væri að ræða. „En ég á nokkra vini sem eru flogaveikir og mér fannst þetta líta út eins og flogakast. Ég hef líka unnið á járnbrautarstöðvum í Ástralíu og ég hef oft komið að allskonar bráðatilfellum.“ Hún segir bílstjóra skutlunnar hafa kunnað mjög lítið í ensku, og hún hafi því sjálf þurft að hringja í Neyðarlínuna til að biðja um aðstoð. Bílstjórinn hafi síðan náð að keyra skutlunni út í vegkant. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabílnum átti Íslendingurinn í miklum öndunarerfiðleikum, andaði mjög grunnt og hratt. „Hann var mjög sveittur og þvalur gat ómögulega tjáð sig. Ég reyndi að honum þannig fyrir í sætinu að hann myndi ekki geta skaðað sjálfan sig. Ég reyndi að tala rólega við hann og fullvissa hann um allt myndi vera í lagi. Loks komu tveir sjúkrabílar og hann var settur á börur og fluttur á brott ásamt eigum sínum. Bílstjóranum, sem ók skutlunni var augljóslega mjög brugðið en mér skilst að hann hafi verið nýbyrjaður.“ Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. „Ég myndi endilega vilja vita hvort hann sé heill á húfi.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ástralía Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira