Innlent

Stétta­bar­átta, skipu­lags­mál og mold

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Stefán Ólafssson prófessor emeritus við HÍ er fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á páskadag. Hann ætlar að fjalla um nýja bók sína, Baráttan um bjargirnar, sem setur stjórnmál og stéttabaráttu í forgrunn þróunar íslensks samfélags síðustu hundrað árin.

Hlökk Theodórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Skipulagssstofnunar ríkisins ræðir átök, áhrif og völd í skipulagsmálum, ekki síst í ljósi þeirrar deilna sem víða eru um staðsetningu og umfang orkumannvirkja. 

Síðasti gestur verður svo Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskólann, sem leggur fram æviverk sitt að kalla má. Bók um mold þar sem hann hefur af ótrúlegri elju kortlagt jarðveg á Íslandi og víðar og sýnir í þessari bók glöggt fram á það hversu illa við höfum farið með landið okkar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×