Guardiola segir Haaland minna sig á Ronaldo Hjörvar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 08:00 Erling Braut Haaland er kominn með 30 deildarmörk fyrir Manchester City. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður að því hvort að Erling Braut Haaland væri kominn á sama stall og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eftir að Haaland skoraði sitt 29. og svo 30. deildarmark í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í sigri liðsins gegn Southampton í gær. Haaland hefur nú skorað 44 mörk í öllum keppnum en hann vantar fimm mörk til þess að slá met Andy Cole og Alan Shearer yfir flest deildarmörk á einni leiktíð. Norski framherjinn hefur níu leiki til þess að skora þessi fimm mörk. „Þegar kemur að því að klára færi og skora mörk þá finnst mér hann vera í sama gæðaflokki og Cristiano Ronaldo. Að mínu mati er Lionel Messi betri alhliðar leikmaður. Messi getur spilað hvar sem er í sóknarlínunni á meðan Cristiano og Erling eru meiri maskínur. Líkamlega sterkir leikmenn sem geta klárað færin sín frábærlega," sagði Guardiola um samanburð Erling við Messi og Ronaldo. „Erling veit það vel að þessir tveir leikmenn hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn síðustu tvö áratugi en ekki bara í eitt eða tvö tímabil. Messi og Ronaldo hafa fært fótboltann framar og samkeppnin milli þeirra kveikt áhuga hjá knattspyrnuáhugamönnum," sagði Spánverjinn enn fremur. „Erling er að koma inn í erfiðustu deild heims og hvernig hann hefur staðið sig á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni er stórkostlegt. Það er hins vegar mikil vinna fram undan hjá Erling og hann getur enn bætt sig umtalsvert. Það er alveg hægt að nefna Erling í sömu andrá og Messi og Cristano en til þess að komast á sama stall og þeir eru á þarf hann að sýna þessa frammistöðu yfir lengri tíma. Messi og Cristiano hafa sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni í tvo áratugi og lítið sem ekkert meiðst á þeim tíma. Erling þarf að halda áfram að bæta sig, skila mörkum og vinna titla til að komast í sama gæðaflokk og Messi og Cristiano," sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Haaland hefur nú skorað 44 mörk í öllum keppnum en hann vantar fimm mörk til þess að slá met Andy Cole og Alan Shearer yfir flest deildarmörk á einni leiktíð. Norski framherjinn hefur níu leiki til þess að skora þessi fimm mörk. „Þegar kemur að því að klára færi og skora mörk þá finnst mér hann vera í sama gæðaflokki og Cristiano Ronaldo. Að mínu mati er Lionel Messi betri alhliðar leikmaður. Messi getur spilað hvar sem er í sóknarlínunni á meðan Cristiano og Erling eru meiri maskínur. Líkamlega sterkir leikmenn sem geta klárað færin sín frábærlega," sagði Guardiola um samanburð Erling við Messi og Ronaldo. „Erling veit það vel að þessir tveir leikmenn hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn síðustu tvö áratugi en ekki bara í eitt eða tvö tímabil. Messi og Ronaldo hafa fært fótboltann framar og samkeppnin milli þeirra kveikt áhuga hjá knattspyrnuáhugamönnum," sagði Spánverjinn enn fremur. „Erling er að koma inn í erfiðustu deild heims og hvernig hann hefur staðið sig á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni er stórkostlegt. Það er hins vegar mikil vinna fram undan hjá Erling og hann getur enn bætt sig umtalsvert. Það er alveg hægt að nefna Erling í sömu andrá og Messi og Cristano en til þess að komast á sama stall og þeir eru á þarf hann að sýna þessa frammistöðu yfir lengri tíma. Messi og Cristiano hafa sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni í tvo áratugi og lítið sem ekkert meiðst á þeim tíma. Erling þarf að halda áfram að bæta sig, skila mörkum og vinna titla til að komast í sama gæðaflokk og Messi og Cristiano," sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira