England hafði betur gegn Brasilíu í baráttu meistaranna Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 21:05 Chloe Kelly skoraði úr síðustu spyrnu Englands og fagnar hér með Mary Earps markverði. Vísir/Getty England vann sigur á Brasilíu í Finalissima í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Leikurinn fór fram á troðfullum Wembley leikvanginum í London. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi leikur fer fram en England varð Evrópumeistari á síðasta ári og Brasilía vann sigur í Copa America og þannig tryggðu liðin sér sæti í þessum úrslitaleik meistara Evrópu og Suður-Ameríku. England komst yfir þegar Ella Toone skoraði á 22. mínútu en fram að því hafði England verið sterkari aðilinn. Staðan í hálfleik var 1-0 en Brasilía náði ekki að ógna marki Englendinga að ráði í fyrri hálfleiknum. Brasilía hóf hins vegar síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þær breyttu um leikkerfi sem kom Englendingum í opna skjöldu. Mary Earps var þó betri en engin í marki Englands og varði til að mynda úr dauðafæri frá Geyse. Andressa fagnar hér jöfnunarmarki sínu sem kom í uppbótartíma.Vísir/Getty England virtist ætla að sigla sigrinum í höfn en þegar komið var í uppbótartíma tókst Brasilíu að jafna eftir skelfileg mistök Earps. Hún missti þá fyrirgjöf Brasilíu frá sér og Andressa var fljót að átta sig og potaði boltanum inn úr markteignum. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og haldið beint í vítaspyrnukeppni. Markverðirnir, Mary Earps og Leticia Izidoro voru mjög nálægt því að verja fyrstu spyrnurnar sem láku þó inn. Þeim tókst hins vegar að verja frá Ella Toone og Adriana og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.Vísir/Getty Rachel Daly skoraði fyrir England í þriðju umferðinni en Rafaelle leikmaður Brasilíu þrumaði í þverslána. Alex Greenwood skoraði örugglega úr fjórðu spyrnu Englands og kom liðinu í 3-1 og Kerolin gerði sitt til að halda vonum Brasilíu á lofti með því að skora úr næstu spyrnu Brasilíu. Það var hins vegar Chloe Kelly sem tryggði Englandi sigur með því að skora örugglega úr síðustu spyrnu Englands. Englendingar fögnuðu fyrir framan fullsetinn Wembley leikvanginn en rúmlega 83.000 áhorfendur voru á leiknum sem er fimmti besti sótti kvennaleikurinn í sögunni en fjórir þessara leikja hafa verið spilaðir á síðustu þrettán mánuðum. Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi leikur fer fram en England varð Evrópumeistari á síðasta ári og Brasilía vann sigur í Copa America og þannig tryggðu liðin sér sæti í þessum úrslitaleik meistara Evrópu og Suður-Ameríku. England komst yfir þegar Ella Toone skoraði á 22. mínútu en fram að því hafði England verið sterkari aðilinn. Staðan í hálfleik var 1-0 en Brasilía náði ekki að ógna marki Englendinga að ráði í fyrri hálfleiknum. Brasilía hóf hins vegar síðari hálfleikinn af miklum krafti. Þær breyttu um leikkerfi sem kom Englendingum í opna skjöldu. Mary Earps var þó betri en engin í marki Englands og varði til að mynda úr dauðafæri frá Geyse. Andressa fagnar hér jöfnunarmarki sínu sem kom í uppbótartíma.Vísir/Getty England virtist ætla að sigla sigrinum í höfn en þegar komið var í uppbótartíma tókst Brasilíu að jafna eftir skelfileg mistök Earps. Hún missti þá fyrirgjöf Brasilíu frá sér og Andressa var fljót að átta sig og potaði boltanum inn úr markteignum. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og haldið beint í vítaspyrnukeppni. Markverðirnir, Mary Earps og Leticia Izidoro voru mjög nálægt því að verja fyrstu spyrnurnar sem láku þó inn. Þeim tókst hins vegar að verja frá Ella Toone og Adriana og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.Vísir/Getty Rachel Daly skoraði fyrir England í þriðju umferðinni en Rafaelle leikmaður Brasilíu þrumaði í þverslána. Alex Greenwood skoraði örugglega úr fjórðu spyrnu Englands og kom liðinu í 3-1 og Kerolin gerði sitt til að halda vonum Brasilíu á lofti með því að skora úr næstu spyrnu Brasilíu. Það var hins vegar Chloe Kelly sem tryggði Englandi sigur með því að skora örugglega úr síðustu spyrnu Englands. Englendingar fögnuðu fyrir framan fullsetinn Wembley leikvanginn en rúmlega 83.000 áhorfendur voru á leiknum sem er fimmti besti sótti kvennaleikurinn í sögunni en fjórir þessara leikja hafa verið spilaðir á síðustu þrettán mánuðum.
Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sjá meira