Bestu minningarnar sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum Íris Hauksdóttir skrifar 9. apríl 2023 09:00 María Gomez segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Aðsend Fagurkerinn og matgæðingurinn María Gomez á sér engar sérstakar páskahefðir en segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Í seinni tíð hafa þó samverustundir með fjölskyldunni fengið meira vægi ásamt eftirréttunum góðu sem að sjálfsögðu fylgja með. „Upp á hóli einum í Hafnarfirði stóð lítið rautt bárujárnshús þegar ég var barn,“ rifjar María upp og heldur áfram. „Nánar tiltekið á Jófríðarstaðarhóli eða Joffahóli eins og við krakkarnir kölluðum hann. Í rauða húsinu bjuggu tveir kaþólskir prestar sem við kölluðum alltaf munka, en þeir bjuggu hvor í sínum endanum á þessu litla sæta rauða bárujárnshúsi sem var skipt í tvennt. Munkarnir tveir Hubert og Frans þjónuðu kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði en rétt hjá Joffahól er stórt nunnuklaustur þar sem bjuggu Karmel-nunnur, og búa þar enn. Karmel-nunnurnar voru lokaðar af frá umheiminum inn i klaustrinu og var einungis hægt að tala við þær gegnum járnrimla sem við kölluðum alltaf búr. Tveir einmana prestar sem gerðu ekki flugu mein Reglulega bönkuðum við krakkarnir upp á hjá Huberti og Frans því Hubert lumaði alltaf á karamellum í Macintosh dós sem hann bauð okkur upp á í dyragættinni. Frans hins vegar bauð okkur inn til sín. Veit þetta hljómar undarlega en þetta er ekki nein hryllingssaga heldur bara sæt lítil saga af tveimur einmana prestum sem voru barngóðir og gerðu ekki flugu mein. Frans gerði ýmis töfrabrögð fyrir okkur eins og að láta okkur setjast á tvö egg gerð úr svampi en þegar við stóðum upp sátu tveir páskaungar undir okkur einnig gerðir úr svampi. Frans kynnti okkur krökkunum fyrir klaustrinu og leyfði okkur að fara með sér þangað þar sem við fengum að föndra og ýmislegt fleira. Fyrst urðum við þó að fara með Maríubænir sem spönnuðu heilan rósakrans, en við hverja perlu á rósakransinum þurftum við að fara með Maríubæn, en ég held að það séu um 60 perlur í rósakrans sem þýðir 60 Maríubænir, og ekkert af okkur krökkunum með kaþólska trú. Í vatnsslag með nunnum Það sem er mér þó minnistæðast eru páskarnir í klaustrinu, en á annan í páskum stóð okkur til boða að fara og borða í klaustrinu, en ég man hvað mér fannst það spennandi því þar voru oft á boðstólum afar ljúffengar kræsingar sem minntu meira á útlönd en Ísland. Við krakkarnir og fleiri gestir ásamt Huberti og Frans borðuðum í stóru herbergi sem var hólfað í tvennt með stórum glugga, sem var með járnrimlum eða búri eins og við kölluðum það. Þar fyrir innan sátu nunnurnar að snæðingi. Allra skemmtilegast við þennan dag var að í lok máltíðar var farið í vatnsslag við nunnurnar og er það ein skemmtilegasta bernskuminning mín frá páskum. Þá var gólfið þakið stóru málningarplasti beggja megin við rimlana og man ég að eitt árið voru nunnurnar með heilt frístandandi baðkar inni hjá sér fullt af vatni sem þær jusu upp í stóra skúringafötu og svo hófst leikurinn. Við krakkarnir öðrum megin við rimlana og nunnurnar hinum megin skvettandi úr heilu vatnsfötunum vatni hvort yfir annað, rennandi á hausinn á hálu rennblautu plastinu og þvílíka fjörið. Það sem ég held að mér hafi fundist skemmtilegast við þetta var að sjá nunnurnar skemmta sér svona konunglega, skellihlæjandi, rennandi blautar í kuflunum sínum. Þegar ég hugsa til baka voru margar af þessum nunnum sjálfar hálfgerð börn en líklegast hafa margar þeirra ekki verið eldri en tvítugt jafnvel yngri, þó ég sé ekki viss. Þessar fallegu minningar um páskana í klaustrinu ylja mér enn um hjartarætur og þeim vinkonum mínum sem deila sömu minningum og ég. Hins vegar vissu ekki margir krakkar í Hafnarfirðinum af þessari páskaskemmtun enda pössuðum við okkur svolítið á því að eiga þetta út af fyrir okkur svo það myndu ekki fara að streyma heilu hóparnir af krökkum í klaustrið.“ Spurð hvort vatnsslagurinn sé enn í boði í Karmel-klaustrinu segist María ekki geta gefið slíkt uppi og glottir en sjálf hafi hún hætt að mæta í kringum ellefu ára aldur. Páskaskrautið yfirtók heimilið María segir páska æsku sinnar litaða sama bjarma og jólin, svo hátíðlegir voru þeir. „Allt var páskaskreytt með gulu. Greinar, egg og páskaliljur út um alla íbúð rétt eins og jólaskrautið sem yfirtók heimilið í desember. Ég fór meira að segja í jólafötin mín á páskadag. Ég man hvað mér fannst föstudagurinn langi skelfilegur, langur og þunglamalegur dagur enda var allt lokað. Það mátti ekki borða kjöt og ekkert hafa gaman. Ég kveið þessum degi mjög sem barn. Mér finnst tíðarandinn hafa breyst mjög síðan þá og þessar hefðir hafa ekki fylgt mér. Ég lít á páskana sem gott frí og slökun. Skreyti lítið, hvorki um jól né páska, kaupi í mesta lagi vönd af páskaliljum. En ég ætla klárlega að dekra við heimilisfólkið mitt með góðu sætmeti. Hugsa að þessi Churros morgunverðarréttur verði fyrir valinu. Það er því ekki hægt að segja að ég með einhverja sérstaka páskahefð nema afslöppun á náttfötunum, góða göngutúra og samveru með fjölskyldunni. Sparifötin fá að hanga inn í skáp.“ Matur Páskar Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Sjá meira
„Upp á hóli einum í Hafnarfirði stóð lítið rautt bárujárnshús þegar ég var barn,“ rifjar María upp og heldur áfram. „Nánar tiltekið á Jófríðarstaðarhóli eða Joffahóli eins og við krakkarnir kölluðum hann. Í rauða húsinu bjuggu tveir kaþólskir prestar sem við kölluðum alltaf munka, en þeir bjuggu hvor í sínum endanum á þessu litla sæta rauða bárujárnshúsi sem var skipt í tvennt. Munkarnir tveir Hubert og Frans þjónuðu kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði en rétt hjá Joffahól er stórt nunnuklaustur þar sem bjuggu Karmel-nunnur, og búa þar enn. Karmel-nunnurnar voru lokaðar af frá umheiminum inn i klaustrinu og var einungis hægt að tala við þær gegnum járnrimla sem við kölluðum alltaf búr. Tveir einmana prestar sem gerðu ekki flugu mein Reglulega bönkuðum við krakkarnir upp á hjá Huberti og Frans því Hubert lumaði alltaf á karamellum í Macintosh dós sem hann bauð okkur upp á í dyragættinni. Frans hins vegar bauð okkur inn til sín. Veit þetta hljómar undarlega en þetta er ekki nein hryllingssaga heldur bara sæt lítil saga af tveimur einmana prestum sem voru barngóðir og gerðu ekki flugu mein. Frans gerði ýmis töfrabrögð fyrir okkur eins og að láta okkur setjast á tvö egg gerð úr svampi en þegar við stóðum upp sátu tveir páskaungar undir okkur einnig gerðir úr svampi. Frans kynnti okkur krökkunum fyrir klaustrinu og leyfði okkur að fara með sér þangað þar sem við fengum að föndra og ýmislegt fleira. Fyrst urðum við þó að fara með Maríubænir sem spönnuðu heilan rósakrans, en við hverja perlu á rósakransinum þurftum við að fara með Maríubæn, en ég held að það séu um 60 perlur í rósakrans sem þýðir 60 Maríubænir, og ekkert af okkur krökkunum með kaþólska trú. Í vatnsslag með nunnum Það sem er mér þó minnistæðast eru páskarnir í klaustrinu, en á annan í páskum stóð okkur til boða að fara og borða í klaustrinu, en ég man hvað mér fannst það spennandi því þar voru oft á boðstólum afar ljúffengar kræsingar sem minntu meira á útlönd en Ísland. Við krakkarnir og fleiri gestir ásamt Huberti og Frans borðuðum í stóru herbergi sem var hólfað í tvennt með stórum glugga, sem var með járnrimlum eða búri eins og við kölluðum það. Þar fyrir innan sátu nunnurnar að snæðingi. Allra skemmtilegast við þennan dag var að í lok máltíðar var farið í vatnsslag við nunnurnar og er það ein skemmtilegasta bernskuminning mín frá páskum. Þá var gólfið þakið stóru málningarplasti beggja megin við rimlana og man ég að eitt árið voru nunnurnar með heilt frístandandi baðkar inni hjá sér fullt af vatni sem þær jusu upp í stóra skúringafötu og svo hófst leikurinn. Við krakkarnir öðrum megin við rimlana og nunnurnar hinum megin skvettandi úr heilu vatnsfötunum vatni hvort yfir annað, rennandi á hausinn á hálu rennblautu plastinu og þvílíka fjörið. Það sem ég held að mér hafi fundist skemmtilegast við þetta var að sjá nunnurnar skemmta sér svona konunglega, skellihlæjandi, rennandi blautar í kuflunum sínum. Þegar ég hugsa til baka voru margar af þessum nunnum sjálfar hálfgerð börn en líklegast hafa margar þeirra ekki verið eldri en tvítugt jafnvel yngri, þó ég sé ekki viss. Þessar fallegu minningar um páskana í klaustrinu ylja mér enn um hjartarætur og þeim vinkonum mínum sem deila sömu minningum og ég. Hins vegar vissu ekki margir krakkar í Hafnarfirðinum af þessari páskaskemmtun enda pössuðum við okkur svolítið á því að eiga þetta út af fyrir okkur svo það myndu ekki fara að streyma heilu hóparnir af krökkum í klaustrið.“ Spurð hvort vatnsslagurinn sé enn í boði í Karmel-klaustrinu segist María ekki geta gefið slíkt uppi og glottir en sjálf hafi hún hætt að mæta í kringum ellefu ára aldur. Páskaskrautið yfirtók heimilið María segir páska æsku sinnar litaða sama bjarma og jólin, svo hátíðlegir voru þeir. „Allt var páskaskreytt með gulu. Greinar, egg og páskaliljur út um alla íbúð rétt eins og jólaskrautið sem yfirtók heimilið í desember. Ég fór meira að segja í jólafötin mín á páskadag. Ég man hvað mér fannst föstudagurinn langi skelfilegur, langur og þunglamalegur dagur enda var allt lokað. Það mátti ekki borða kjöt og ekkert hafa gaman. Ég kveið þessum degi mjög sem barn. Mér finnst tíðarandinn hafa breyst mjög síðan þá og þessar hefðir hafa ekki fylgt mér. Ég lít á páskana sem gott frí og slökun. Skreyti lítið, hvorki um jól né páska, kaupi í mesta lagi vönd af páskaliljum. En ég ætla klárlega að dekra við heimilisfólkið mitt með góðu sætmeti. Hugsa að þessi Churros morgunverðarréttur verði fyrir valinu. Það er því ekki hægt að segja að ég með einhverja sérstaka páskahefð nema afslöppun á náttfötunum, góða göngutúra og samveru með fjölskyldunni. Sparifötin fá að hanga inn í skáp.“
Matur Páskar Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Sjá meira