Erlent

Eigin­maður Stur­geon hand­tekinn í tengslum við lög­reglu­rann­sókn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sturgeon og Murrell.
Sturgeon og Murrell. AP/Henry Nicholls

Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi leiðtoga Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármálum þjóðarflokksins.

Samkvæmt BBC var Peter Murrell, 58 ára, handtekinn í morgun og sætir nú yfirheyrslu.

Þá standa yfir húsleitir í tengslum við rannsóknina.

Murrell sagði af sér sem framkvæmdastjóri Skoska þjóðarflokksins í mars síðastliðnum en hann hefur sinnt starfinu frá árinu 1999. Hann og Sturgeon hafa verið gift frá 2010. 

Sturgeon sagði af sér sem ráðherra í mars.

Lögregla er sögð á vettvangi við heimili Murrell og Sturgeon og í höfuðstöðvum þjóðarflokksins.

Talsmaður flokksins sagði í samtali við BBC að það væri ekki við hæfi að tjá sig um yfirstandandi rannsókn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×