Miðar á lokaleik Arsenal seljast á rúmar níu milljónir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2023 22:16 Stuðningsmenn Arsenal eru farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins í 19 ár. Julian Finney/Getty Images Nú þegar styttist í að titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni fari að ná hámarki fara stuðningsmenn hinna ýmissu liða að reyna að verða sér út um miða á mikilvæga leiki. Stuðningsmenn toppliðs Arsenal hafa borgað rúmar níu milljónir króna fyrir miða á seinasta leik liðsins á tímabilinu. Arsenal trónir á toppi deildarinnar með 72 stig þegar liðið á níu leiki eftir. Lundúnaliðið er með átta stiga forskot á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City sem sitja í öðru sæti, en eiga þó einn leik til góða. Stuðningsmenn Arsenal eru því farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá því að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið 2003-2004. Nítján ára bið gæti því verið á enda í vor. Eðlilega eru umræddir stuðningsmenn því orðnir spenntir fyrir seinustu níu leikjum tímabilsins. Liðið mætir Wolves í lokaumferð deildarinnar þann 28. maí og ef marka má grein frá breska götublaðinu The Sun hafa miðar á leikinn selst á allt að 53 þúsund pund sem samsvarar rétt rúmum níu milljónum íslenskra króna. Ticket prices for Arsenal last match of the season against Wolverhampton have hit the roof and it is being sold for a massive £53,000 each. Fans of Arsenal are fantasizing about the possibility of seeing their team win the English Premier League title on the 28th of May. pic.twitter.com/dJhuNBj73c— Futball News (@FutballNews_) March 30, 2023 Ljóst er að ef ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City vinna alla sína tíu leiki sem liðið á eftir getur Arsenal í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í lokaumferðinni. Enn á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar og Arsenal og Manchester City eiga eftir að mætast einu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur fer fram þann 26. apríl og Skytturnar frá Norður-Lundúnum geta farið langleiðina með að tryggja sér titilinn með sigri þar. Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Arsenal trónir á toppi deildarinnar með 72 stig þegar liðið á níu leiki eftir. Lundúnaliðið er með átta stiga forskot á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City sem sitja í öðru sæti, en eiga þó einn leik til góða. Stuðningsmenn Arsenal eru því farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá því að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið 2003-2004. Nítján ára bið gæti því verið á enda í vor. Eðlilega eru umræddir stuðningsmenn því orðnir spenntir fyrir seinustu níu leikjum tímabilsins. Liðið mætir Wolves í lokaumferð deildarinnar þann 28. maí og ef marka má grein frá breska götublaðinu The Sun hafa miðar á leikinn selst á allt að 53 þúsund pund sem samsvarar rétt rúmum níu milljónum íslenskra króna. Ticket prices for Arsenal last match of the season against Wolverhampton have hit the roof and it is being sold for a massive £53,000 each. Fans of Arsenal are fantasizing about the possibility of seeing their team win the English Premier League title on the 28th of May. pic.twitter.com/dJhuNBj73c— Futball News (@FutballNews_) March 30, 2023 Ljóst er að ef ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City vinna alla sína tíu leiki sem liðið á eftir getur Arsenal í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í lokaumferðinni. Enn á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar og Arsenal og Manchester City eiga eftir að mætast einu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur fer fram þann 26. apríl og Skytturnar frá Norður-Lundúnum geta farið langleiðina með að tryggja sér titilinn með sigri þar.
Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira