Ekki lagabreytingar heldur lögleysa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 20:37 Daníel O. Einarsson er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Vísir/Ívar Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Í gær var greint frá því að Hopp ætlaði sér, síðar í vor, að hefja innreið á leigubílamarkað í krafti rýmkaðrar löggjafar, sem tók gildi í gær. Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að félagsmönnum hugnist ekki þessi þróun á leigubílamarkaði. Hann segir að bandalaginu hafi verið haldið utan við starfshóp sem vann að lögunum og öllum umræðum um þau. „Þetta eru náttúrulega ekki lagabreytingar, þetta er lögleysa. Það er verið að taka úr lögunum vinnuskyldu og fjöldatakmörkun, sem var verkfæri til að meta framboð og eftirspurn. Nú er búið að taka það í burtu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S. Hann segir að lagabreytingin komi til með að greiða götu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það er ekkert eftirlit. Það vantar eftirlit með bílunum. Þeir eru ekki skráðir, og það verða einhverjir huldubílar með límmiða. Það þýðir að það verður ekki gjaldmælir í bílunum. Fólk verður bara með þetta í snjalltæki sem það getur fært á milli bíla. Það er ekkert öryggi fyrir almenning.“ Covid og svört starfsemi sem hafi fengið að viðgangast Hann segir að erfið staða leigubílstjóra, sem hafi verið notuð sem rökstuðningur fyrir lagabreytingunum, hafi verið til komin vegna svartrar atvinnustarfsemi sem ekki var tekið á. „Við fengum ekki menn til þess að keyra um helgar, af því að biðin var svo löng eftir ferð. Svo eftir Covid varð sprengja í skemmtanalífinu og þá varð lengri bið eftir bílum.“ Staðan sem er uppi núna, er það þá vegna samblöndu af Covid og því að ekki var tekið nóg á svartri starfsemi? „Já, sérstaklega svarta starfsemin, sem grefur undan gildandi starfsemi.“ Lausnin á eftirlitsvandanum sé að hafa sérlitaða númeraplötu á hverjum skráðum og tryggðum leigubíl, óháð því fyrir hvaða stöð hann ekur. Þó standi eftir annað vandamál, sem komi sérlega illa við landsbyggðina. „Það er búið að taka út vinnuskylduna, sem þýðir það að mönnum ber ekki lengur skylda til að sinna leigubílaakstri sem aðalatvinnu. Þá geta þeir farið að sinna annarri vinnu, sem þýðir að leigubílaakstur í hjáverkum er ekki að halda uppi þjónustu. Það mun vanta leigubíla á vinnutíma,“ segir Daníel. Leigubílar Tengdar fréttir Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að Hopp ætlaði sér, síðar í vor, að hefja innreið á leigubílamarkað í krafti rýmkaðrar löggjafar, sem tók gildi í gær. Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir að félagsmönnum hugnist ekki þessi þróun á leigubílamarkaði. Hann segir að bandalaginu hafi verið haldið utan við starfshóp sem vann að lögunum og öllum umræðum um þau. „Þetta eru náttúrulega ekki lagabreytingar, þetta er lögleysa. Það er verið að taka úr lögunum vinnuskyldu og fjöldatakmörkun, sem var verkfæri til að meta framboð og eftirspurn. Nú er búið að taka það í burtu,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S. Hann segir að lagabreytingin komi til með að greiða götu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það er ekkert eftirlit. Það vantar eftirlit með bílunum. Þeir eru ekki skráðir, og það verða einhverjir huldubílar með límmiða. Það þýðir að það verður ekki gjaldmælir í bílunum. Fólk verður bara með þetta í snjalltæki sem það getur fært á milli bíla. Það er ekkert öryggi fyrir almenning.“ Covid og svört starfsemi sem hafi fengið að viðgangast Hann segir að erfið staða leigubílstjóra, sem hafi verið notuð sem rökstuðningur fyrir lagabreytingunum, hafi verið til komin vegna svartrar atvinnustarfsemi sem ekki var tekið á. „Við fengum ekki menn til þess að keyra um helgar, af því að biðin var svo löng eftir ferð. Svo eftir Covid varð sprengja í skemmtanalífinu og þá varð lengri bið eftir bílum.“ Staðan sem er uppi núna, er það þá vegna samblöndu af Covid og því að ekki var tekið nóg á svartri starfsemi? „Já, sérstaklega svarta starfsemin, sem grefur undan gildandi starfsemi.“ Lausnin á eftirlitsvandanum sé að hafa sérlitaða númeraplötu á hverjum skráðum og tryggðum leigubíl, óháð því fyrir hvaða stöð hann ekur. Þó standi eftir annað vandamál, sem komi sérlega illa við landsbyggðina. „Það er búið að taka út vinnuskylduna, sem þýðir það að mönnum ber ekki lengur skylda til að sinna leigubílaakstri sem aðalatvinnu. Þá geta þeir farið að sinna annarri vinnu, sem þýðir að leigubílaakstur í hjáverkum er ekki að halda uppi þjónustu. Það mun vanta leigubíla á vinnutíma,“ segir Daníel.
Leigubílar Tengdar fréttir Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20 Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. 1. apríl 2023 19:20
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01