Grýttu börn með flöskum og dósum á Ráðhústorginu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 16:19 Atvikið átti sér stað við Ráðhústorgið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Hópur fólks grýtti föður og tvo drengi hans með bjórdósum og glerflöskum á Ráðhústorginu á Akureyri í gærkvöldi. Faðirinn segir drengina hafa verið afar skelkaða og íhugar að kæra fólkið. Markús Már Efraím var í gær á gangi um Ráðhústorgið á Akureyri ásamt sonum sínum, átta og ellefu ára gömlum. Hann er búsettur í Reykjavík en er staddur í bænum til að kenna á námskeiði á bókasafninu í bænum vegna Barnamenningarhátíðar. Rigndi flöskum og dósum Í samtali við fréttastofu segir hann þá feðgana hafa verið nýbúna að fá sér að borða og voru að rölta aftur í íbúðina sem þeir gista í. „Svo heyri ég einhvern hvell við hliðina á okkur. Svo skellur full dós við hliðina á okkur og glerflaska. Það var greinilega einhver að kasta þessu. Þá lít ég í kringum mig til að sjá hvaðan þetta kom og sé þau einhverja gaura upp á svölum í íbúð. Þeir voru enn að kasta einhverjum hlutum og ég sá að þeir voru líka að hella vatni þarna niður yfir einhverja sem stóðu þarna,“ segir Markús. Ungt fólk í partýi Hann segir það hafa verið greinilegt að fólkið hafi verið að reyna að hitta feðgana þar sem enginn annar var nálægt þeim og voru þeir langt frá húsinu þaðan sem köstin komu. Hann segir að þarna hafi ungt fólk verið í leiguíbúð en hann er ekki með upplýsingar um hvort Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða. „Þetta var ungt fólk, þetta er stór íbúð og það virtist vera eitthvað partý þarna. Ég er búinn að senda skilaboð á eiganda íbúðarinnar. Hann er erlendis en ætlaði sjálfur að biðja lögregluna um að vísa fólkinu út,“ segir Markús. Hefðu getað stórslasast Hann hafði strax samband við lögregluna sem mætti á svæðið og fór inn í íbúðina. Þeir feðgarnir hinkruðu fyrir utan þar sem Markús vildi vita hvað lögreglan ætlaði að gera í málinu. Þarna hefðu þeir getað stórslasast. „Lögreglan tók svo niður nöfn okkar og kennitölur og sögðu að við gætum lagt fram kæru á lögreglustöð. Þeir eru væntanlega með upplýsingar um hvaða fólk þetta er. Fólkið skammaðist sín greinilega ekki mikið því þegar ég var að tala við lögregluna stóðu þeir í glugganum að senda börnunum mínum fingurinn og taka myndir af okkur,“ segir Markús. Ekki viss hvort hann kæri Hann er ekki viss hvort hann leggi fram kæru, mögulega sé það mikið vesen sem ekkert komi upp úr. Aftur á móti hafi einhver getað slasast alvarlega. Þá hafi gerendurnir alls ekki sýnt að þeir hafi séð eftir atvikinu. „Nú þora strákarnir mínir ekki að fara á Ráðhústorgið ef þessir menn myndu vera þarna. Þeir voru mjög hræddir. Þeir hafa áhyggjur af því að sjá þessa menn annars staðar í bænum. Ekki það að ég haldi að eitthvað muni gerast en börn eru börn, þau geta orðið hrædd,“ segir Markús. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Markús Már Efraím var í gær á gangi um Ráðhústorgið á Akureyri ásamt sonum sínum, átta og ellefu ára gömlum. Hann er búsettur í Reykjavík en er staddur í bænum til að kenna á námskeiði á bókasafninu í bænum vegna Barnamenningarhátíðar. Rigndi flöskum og dósum Í samtali við fréttastofu segir hann þá feðgana hafa verið nýbúna að fá sér að borða og voru að rölta aftur í íbúðina sem þeir gista í. „Svo heyri ég einhvern hvell við hliðina á okkur. Svo skellur full dós við hliðina á okkur og glerflaska. Það var greinilega einhver að kasta þessu. Þá lít ég í kringum mig til að sjá hvaðan þetta kom og sé þau einhverja gaura upp á svölum í íbúð. Þeir voru enn að kasta einhverjum hlutum og ég sá að þeir voru líka að hella vatni þarna niður yfir einhverja sem stóðu þarna,“ segir Markús. Ungt fólk í partýi Hann segir það hafa verið greinilegt að fólkið hafi verið að reyna að hitta feðgana þar sem enginn annar var nálægt þeim og voru þeir langt frá húsinu þaðan sem köstin komu. Hann segir að þarna hafi ungt fólk verið í leiguíbúð en hann er ekki með upplýsingar um hvort Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða. „Þetta var ungt fólk, þetta er stór íbúð og það virtist vera eitthvað partý þarna. Ég er búinn að senda skilaboð á eiganda íbúðarinnar. Hann er erlendis en ætlaði sjálfur að biðja lögregluna um að vísa fólkinu út,“ segir Markús. Hefðu getað stórslasast Hann hafði strax samband við lögregluna sem mætti á svæðið og fór inn í íbúðina. Þeir feðgarnir hinkruðu fyrir utan þar sem Markús vildi vita hvað lögreglan ætlaði að gera í málinu. Þarna hefðu þeir getað stórslasast. „Lögreglan tók svo niður nöfn okkar og kennitölur og sögðu að við gætum lagt fram kæru á lögreglustöð. Þeir eru væntanlega með upplýsingar um hvaða fólk þetta er. Fólkið skammaðist sín greinilega ekki mikið því þegar ég var að tala við lögregluna stóðu þeir í glugganum að senda börnunum mínum fingurinn og taka myndir af okkur,“ segir Markús. Ekki viss hvort hann kæri Hann er ekki viss hvort hann leggi fram kæru, mögulega sé það mikið vesen sem ekkert komi upp úr. Aftur á móti hafi einhver getað slasast alvarlega. Þá hafi gerendurnir alls ekki sýnt að þeir hafi séð eftir atvikinu. „Nú þora strákarnir mínir ekki að fara á Ráðhústorgið ef þessir menn myndu vera þarna. Þeir voru mjög hræddir. Þeir hafa áhyggjur af því að sjá þessa menn annars staðar í bænum. Ekki það að ég haldi að eitthvað muni gerast en börn eru börn, þau geta orðið hrædd,“ segir Markús.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira