Innlent

Sprengi­sandur: Fjöl­miðlar, fjár­mála­á­ætlun, há­skóla­mál og lofts­lags­váin

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur verður á sínum stað í dag, á Bylgjunni frá klukkan 10:00 til 12:00. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti að venju og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mætir fyrstur til leiks og ræðir stöðu háskóla í alþjóðlegum samanburði. Fyrir viku síðan lýsti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra bágri stöðu.

Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar fara yfir nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Helstu stefnur og möguleg áhrif verða til umræðu.

Þá koma Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins, Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Famsóknarflokksins, og Ólafur Stephensen fyrrverandi ritstjóri til að ræða stöðu fjölmiðla. Útgáfu Fréttablaðsins var hætt á föstudag, stórtíðindi, og margir hafa áhyggjur.

Síðastur mætir Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs. Nýjasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna hefur verið kölluð síðasta viðvörunin. Hvað þýðir það orðalag?

Þetta og margt fleira á Sprengisandi klukkan 10:00 í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×