Leah Galton kom gestunum í United yfir strax á tólftú mínútu, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins. Staðan var því 1-0 í hálfleik, en Galton bætti öðru marki liðsins við þegar um 25 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Gestirnir gerðu svo út um leikinn á lokamínútunum þegar Rachel Williams og Lucia Garcia Cordoba bættu sínu markinu hvor við með stuttu millibili og niðurstaðan varð því öruggur 4-0 sigur United.
Manchester United trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig eftir 17 leiki, þremur stigum meira en Manchester City sem situr í öðru sæti. Brighton situr hins vgar í næst neðsta sæti með níu stig.
⚽️ Four fantastic goals and + 3️⃣ points going back to Manchester! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Cv9c01ys62
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 1, 2023