Fótbolti

United styrkti stöðu sína á toppnum með stórsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester United trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Manchester United trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United/Manchester United via Getty Images

Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er liðið vann afar sannfærandi 4-0 útisigur gegn Brighton í dag.

Leah Galton kom gestunum í United yfir strax á tólftú mínútu, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins. Staðan var því 1-0 í hálfleik, en Galton bætti öðru marki liðsins við þegar um 25 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Gestirnir gerðu svo út um leikinn á lokamínútunum þegar Rachel Williams og Lucia Garcia Cordoba bættu sínu markinu hvor við með stuttu millibili og niðurstaðan varð því öruggur 4-0 sigur United.

Manchester United trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig eftir 17 leiki, þremur stigum meira en Manchester City sem situr í öðru sæti. Brighton situr hins vgar í næst neðsta sæti með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×