Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. apríl 2023 23:58 Julian Assange handtekinn í sendiráði Ekvador 11. apríl 2019. Hann hefur síðan þá verið fangi í rammgerðasta fangelsi Bretlands. Jack Taylor/Getty Images Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. Þann 21. desember 2017 kom Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar í Ekvador á fund með Julian Assange, stofnanda Wikileaks í sendiráðinu í Lundúnum. Ætluðu að smygla Assange til Ekvador Undanfarnar vikur hafði Lenin Moreno, þáverandi forseti Ekvador og spænskir lögfræðingar Assange, sett saman áætlun um að koma Assange út úr sendiráðinu, veita honum ekvadorskan ríkisborgararétt og diplómatavegabréf. Einungis sex manneskjur þekktu þessa áætlun. Samkvæmt henni átti að lauma Assange út úr sendiráðinu fjórum dögum síðar, á jóladag, aka honum í sendiráðsbifreið í gegnum Ermarsundsgöngin, líklegast til Sviss og þaðan átti svo að fljúga honum til Ekvador. Fangelsun Julian Assange mótmælt við Westminster þ. 11. febrúar sl. Dan Kitwood/Getty Images CIA grípur í taumana Daginn eftir þennan fund kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að Assange yrði handtekinn. Áætlunin var þar með í uppnámi og við tók 2ja ára störukeppni sem lauk með því að Bretar handtóku Assange. En hvernig stendur á því að Bandaríkin komust á snoðir um ráðagerðirnar í sendiráðinu í Lundúnum? Jú, Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafði gert samning við lítið öryggisfyrirtæki sem var staðsett í sérríborginni Jerez de la Frontera í Andalúsíu á Spáni, sem heitir UCE Global. Stofnandi þess og eigandi heitir David Morales, fyrrverandi hermaður og málaliði. Fyrirtækið átti að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síst Julian Assange. En Morales þessi var tvöfaldur í roðinu, og hann var búinn að svíkja atvinnuveitendur sína og selja allar upplýsingar til bandarísku leyniþjónustunnar. Allt sem fram fór á þessum örlagaríka fundi fór því rakleiðis til CIA. Seldi allar upplýsingar um Assange til CIA David Morales lék tveimur skjöldum um margra mánaða skeið. Spænska dagblaðið El País hefur afrit af samtölum, póstum og öðrum gögnum sem hafa gert blaðinu kleift að kortleggja í smáatriðum hvernig Assange var í raun svikinn í hendur bandarískum stjórnvöldum. Gögnin sýna að Morales var rekinn áfram af græðgi og draumum um eigin frama, heilindi við þá sem hann seldi þjónustu voru algert aukaatriði. Hann sætir nú rannsókn á Spáni, vegna gagna sem El País hefur lagt fram, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, brot á trúnaði við viðskiptavini sína, fjársvik, mútur og peningaþvætti. Assange hefur setið í rammgerðasta öryggisfangelsi Bretlands í slétt fjögur ár, síðan í apríl 2019. Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hann verði framseldur, og leiddur fyrir dóm í Bandaríkjunum. Þar á hann 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hér má hlýða á hlaðvarp El País um málið, þar sem leikin eru brot af upptökum úr sendiráðinu og talað við tvo starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem gætti Assange, þar sem þeir greina frá svikunum. Bretland Mál Julians Assange Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Þann 21. desember 2017 kom Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar í Ekvador á fund með Julian Assange, stofnanda Wikileaks í sendiráðinu í Lundúnum. Ætluðu að smygla Assange til Ekvador Undanfarnar vikur hafði Lenin Moreno, þáverandi forseti Ekvador og spænskir lögfræðingar Assange, sett saman áætlun um að koma Assange út úr sendiráðinu, veita honum ekvadorskan ríkisborgararétt og diplómatavegabréf. Einungis sex manneskjur þekktu þessa áætlun. Samkvæmt henni átti að lauma Assange út úr sendiráðinu fjórum dögum síðar, á jóladag, aka honum í sendiráðsbifreið í gegnum Ermarsundsgöngin, líklegast til Sviss og þaðan átti svo að fljúga honum til Ekvador. Fangelsun Julian Assange mótmælt við Westminster þ. 11. febrúar sl. Dan Kitwood/Getty Images CIA grípur í taumana Daginn eftir þennan fund kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að Assange yrði handtekinn. Áætlunin var þar með í uppnámi og við tók 2ja ára störukeppni sem lauk með því að Bretar handtóku Assange. En hvernig stendur á því að Bandaríkin komust á snoðir um ráðagerðirnar í sendiráðinu í Lundúnum? Jú, Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafði gert samning við lítið öryggisfyrirtæki sem var staðsett í sérríborginni Jerez de la Frontera í Andalúsíu á Spáni, sem heitir UCE Global. Stofnandi þess og eigandi heitir David Morales, fyrrverandi hermaður og málaliði. Fyrirtækið átti að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síst Julian Assange. En Morales þessi var tvöfaldur í roðinu, og hann var búinn að svíkja atvinnuveitendur sína og selja allar upplýsingar til bandarísku leyniþjónustunnar. Allt sem fram fór á þessum örlagaríka fundi fór því rakleiðis til CIA. Seldi allar upplýsingar um Assange til CIA David Morales lék tveimur skjöldum um margra mánaða skeið. Spænska dagblaðið El País hefur afrit af samtölum, póstum og öðrum gögnum sem hafa gert blaðinu kleift að kortleggja í smáatriðum hvernig Assange var í raun svikinn í hendur bandarískum stjórnvöldum. Gögnin sýna að Morales var rekinn áfram af græðgi og draumum um eigin frama, heilindi við þá sem hann seldi þjónustu voru algert aukaatriði. Hann sætir nú rannsókn á Spáni, vegna gagna sem El País hefur lagt fram, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, brot á trúnaði við viðskiptavini sína, fjársvik, mútur og peningaþvætti. Assange hefur setið í rammgerðasta öryggisfangelsi Bretlands í slétt fjögur ár, síðan í apríl 2019. Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hann verði framseldur, og leiddur fyrir dóm í Bandaríkjunum. Þar á hann 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hér má hlýða á hlaðvarp El País um málið, þar sem leikin eru brot af upptökum úr sendiráðinu og talað við tvo starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem gætti Assange, þar sem þeir greina frá svikunum.
Bretland Mál Julians Assange Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira