„Allt sem við áttum fór í þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 21:30 Heiðrún Lind Finnsdóttir, eigandi íbúðar við Lækjasmára. Vísir/Arnar Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Óhætt er að segja að fjölskyldan í Lækjasmára hafi haft það skítt síðustu daga; á þriðjudagskvöld byrjaði skólp að flæða upp um niðurföll íbúðar þeirra og kalla þurfti til slökkvilið til að dæla vatninu út. Fjölskyldan var langt komin með að rífa næstum allt út úr jarðhæð íbúðarinnar þegar fréttastofu bar að garði í dag, eins og sést í meðfylgjandi frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvað er þetta mikið tjón heldurðu, í peningum? „Ekki minna en 10 milljónir. Við erum nýbúin að kaupa þessa íbúð, spenntum bogann ansi hátt. Allt sem við áttum fór í þetta. Og við vitum ekki almennilega hvernig við eigum að fjármagna hreinsunina eða neitt í augnablikinu, þetta er bara algjört „clusterfuck“,“ segir Heiðrún Berglind Finnsdóttir, eigandi íbúðarinnar í Lækjasmára. Fjölskyldan segist ekki hafa getað beðið með að rífa gólfefni og annað út úr íbúðinni. Mygla hafi þegar byrjað að myndast.Vísir/Arnar Heiðrún segir að hamfarirnar megi rekja til stíflu í röri talsvert frá húsinu og húseigendatrygging nái því ekki utan um tjónið. Heiðrún telur Kópavogsbæ sjálfan bótaskyldan - en þar hafi viðbrögð verið alltof hæg. „Klárlega myndi maður vilja að bærinn myndi koma og segja heyrðu, fokk, við gerðum skissu. Við komum og hjálpum ykkur á meðan við bíðum eftir tryggingafélaginu, að það sé eitthvað neyðarteymi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Heiðrún. Matthías Tristan Þórðarson, 10 ára, í herbergi sínu, sem nú er berstrípað.Vísir/Arnar Hún segir myglu þegar byrjaða að myndast og þau hafi því ekki getað beðið með niðurrif. „Við höfum ekki tíma til að bíða eftir að bærinn og tryggingafélögin ákveði sig hver ætli að borga brúsann.“ Kópavogsbær hafnar því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Bærinn hafnar því einnig að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Í gær hafi lagnir verið hreinsaðar og þær svo myndaðar til að athuga með frekari skemmdir „Húsnæðiseigendum hefur verið bent á að tilkynna tjónið til VÍS, sem er tryggingarfélag Kópavogsbæjar. Vís tekur við tilkynningunni og leitar í framhaldi eftir upplýsingum um atvikið og metur bótaskyldu.“ Kópavogur Skólp Tryggingar Tengdar fréttir Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Óhætt er að segja að fjölskyldan í Lækjasmára hafi haft það skítt síðustu daga; á þriðjudagskvöld byrjaði skólp að flæða upp um niðurföll íbúðar þeirra og kalla þurfti til slökkvilið til að dæla vatninu út. Fjölskyldan var langt komin með að rífa næstum allt út úr jarðhæð íbúðarinnar þegar fréttastofu bar að garði í dag, eins og sést í meðfylgjandi frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvað er þetta mikið tjón heldurðu, í peningum? „Ekki minna en 10 milljónir. Við erum nýbúin að kaupa þessa íbúð, spenntum bogann ansi hátt. Allt sem við áttum fór í þetta. Og við vitum ekki almennilega hvernig við eigum að fjármagna hreinsunina eða neitt í augnablikinu, þetta er bara algjört „clusterfuck“,“ segir Heiðrún Berglind Finnsdóttir, eigandi íbúðarinnar í Lækjasmára. Fjölskyldan segist ekki hafa getað beðið með að rífa gólfefni og annað út úr íbúðinni. Mygla hafi þegar byrjað að myndast.Vísir/Arnar Heiðrún segir að hamfarirnar megi rekja til stíflu í röri talsvert frá húsinu og húseigendatrygging nái því ekki utan um tjónið. Heiðrún telur Kópavogsbæ sjálfan bótaskyldan - en þar hafi viðbrögð verið alltof hæg. „Klárlega myndi maður vilja að bærinn myndi koma og segja heyrðu, fokk, við gerðum skissu. Við komum og hjálpum ykkur á meðan við bíðum eftir tryggingafélaginu, að það sé eitthvað neyðarteymi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Heiðrún. Matthías Tristan Þórðarson, 10 ára, í herbergi sínu, sem nú er berstrípað.Vísir/Arnar Hún segir myglu þegar byrjaða að myndast og þau hafi því ekki getað beðið með niðurrif. „Við höfum ekki tíma til að bíða eftir að bærinn og tryggingafélögin ákveði sig hver ætli að borga brúsann.“ Kópavogsbær hafnar því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Bærinn hafnar því einnig að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Í gær hafi lagnir verið hreinsaðar og þær svo myndaðar til að athuga með frekari skemmdir „Húsnæðiseigendum hefur verið bent á að tilkynna tjónið til VÍS, sem er tryggingarfélag Kópavogsbæjar. Vís tekur við tilkynningunni og leitar í framhaldi eftir upplýsingum um atvikið og metur bótaskyldu.“
Kópavogur Skólp Tryggingar Tengdar fréttir Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51