Ítalíumeistarar AC Milan unnu afar sannfærandi 4-0 útisigur er liðið heimsótti verðandi meistara Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Rafael Leao kom gestunum yfir á 17. mínútu leiksins áður en Brahim Diaz tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar. Ekki urðu mörki fleiri í seinni hálfleik og staðan var því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Rafael LEao bætti svo öðru marki sínu við eftir tæplega klukkutíma leik áður en varamaðurinn Alexis Saelemaekers gerði endanlega út um leikinn með marki á 67. mínútu.
Niðurstaðan því 4-0 sigur AC Milan sem nú situr í þriðja sæti deildarinnar með 51 stig eftir 28 leiki, tuttugu stigum á eftir Napoli sem trónir á toppnum.