Innlent

Boðið verður upp á fylgdar­akstur milli Reyðar­fjarðar og Eski­fjarðar

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Farið er frá Reyðarfirði kl.19:30 og frá Eskifirði kl. 20:00.
Farið er frá Reyðarfirði kl.19:30 og frá Eskifirði kl. 20:00. Vísir/Vilhelm

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á fylgdarakstur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í kvöld. Snjóflóð féll úr Hólmatindi Eskifjarðar megin fyrr í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi eru þeir sem hyggjast fara þarna á milli beðnir um að mæta við lokunarpósta sem eru við Alcoa og gatnamót Eskifjarðar megin.

Farið er frá Reyðarfirði kl.19:30 og frá Eskifirði kl. 20:00.

Vegurinn mun vera áfram lokaður og eru íbúar beðnir um að fylgjast með á vef Vegagerðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×