Hákon hefur leikið einkar vel með FC Kaupmannahöfn í mánuðinum. Hann skoraði í öllum þremur deildarleikjum liðsins og gaf eina stoðsendingu að auki.
Skagamaðurinn lét ekki þar við sitja og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar Ísland vann stórsigur á Liechtenstein, 0-7, í undankeppni EM 2024 á sunnudaginn var.
Hákon og félagar í FCK mæta toppliði Nordsjælland í fyrsta leik sínum í umspili efri hlutans í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Einu stigi munar á liðunum.
Hákon, sem verður tvítugur í næsta mánuði, hefur verið í herbúðum FCK síðan 2021.