Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 15:31 Konan slasaðist á hné þegar samstarfsmaður hennar hljóp á hana meðan þau spiluðu svokallaðan blöðrubolta, þar sem fólk spilar fótbolta í uppblásnum blöðrum. Getty Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. Borgin leitaði til Hæstaréttar í febrúar síðastliðinn eftir að Landsréttur dæmdi borgina til að greiða konunni skaðabætur. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var síðar talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði á sínum tíma til Hæstaréttar, aftur til Landsréttar og verður nú tekið fyrir í Hæstarétti. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags leikskólans í september 2016 þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að Reykjavíkurborg byggi beiðni sína á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni sína. Vísar borgin sérstaklega til þess að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið hvenær starfsmaður teljist vera „í starfi sínu“ í skilningi reglna um slysatryggingar starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgin vildi sömuleiðis meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og að túlkun réttarins á gildissviði umræddra reglna fari gegn því sem teljist sanngjarnt og eðlilegt. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á. Beiðni leyfisbeiðanda um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01 Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55 Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. 4. apríl 2022 12:20 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Borgin leitaði til Hæstaréttar í febrúar síðastliðinn eftir að Landsréttur dæmdi borgina til að greiða konunni skaðabætur. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var síðar talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði á sínum tíma til Hæstaréttar, aftur til Landsréttar og verður nú tekið fyrir í Hæstarétti. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags leikskólans í september 2016 þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Í ákvörðun Hæstiréttar segir að Reykjavíkurborg byggi beiðni sína á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni sína. Vísar borgin sérstaklega til þess að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið hvenær starfsmaður teljist vera „í starfi sínu“ í skilningi reglna um slysatryggingar starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgin vildi sömuleiðis meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og að túlkun réttarins á gildissviði umræddra reglna fari gegn því sem teljist sanngjarnt og eðlilegt. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um atriði sem leyfisbeiðnin er reist á. Beiðni leyfisbeiðanda um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar.
Dómsmál Vinnuslys Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01 Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55 Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. 4. apríl 2022 12:20 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01
Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55
Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. 4. apríl 2022 12:20