Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 17:55 Reykjavíkurborg taldi að slysið hefði átt sér í frítíma og slysabætur skyldu greiddar samkvæmt því. Leikskólakennarinnar hélt því fram að það hefði orðið á vinnutíma. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Mál leikskólakennarans snerist aðeins um á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort að slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svonefndan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar er metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur í fyrra. Féllst hann á þau rök borgarinnar að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans heldur hafi hún verið valfrjáls. Ekki hafi því verið um vinnuslys að ræða. Landsréttur staðfesti þann dóm í apríl en einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að starfsmennirnir hefðu verið leystir undan skyldum sínum þegar slysið varð. Skipti ekki máli hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða ekki Hæstiréttur veitti leikskólakennaranum leyfi til að áfrýja málinu í maí. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til vegna þess að Kristbjörg Stephensen, einn dómaranna þriggja sem dæmdu málið við Landsrétt, hafi verið vanhæf. Kristbjörg var borgarlögmaður þegar tilkynnt var um slysið til embættisins. Leikskólakennarinn byggði á að hún hefði því komið að hagsmunagæslu fyrir borgina í tengslum við málið. Borgin taldi á móti að krafan um að Kristbjörg skyldi talin vanhæf kæmi of seint fram. Mótmælti hún einnig að Kristbjörg hefði komið að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Þótt hún hefði verið borgarlögmaður þegar tilkynning barst og lögmaður embættisins og sendi mótttökubréf til leikskólakennarans hafi hún hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá borginni né á hvaða grundvelli. Hæstiréttur var ósammála þeirri túlkun borgarinnar. Taldi hann Kristbjörgu hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi embættisins til leikskólakennarans. Engu breytti hvort að sú hagsmunagæsla hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið. Dómur Landsréttur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Mál leikskólakennarans snerist aðeins um á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort að slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svonefndan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar er metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur í fyrra. Féllst hann á þau rök borgarinnar að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans heldur hafi hún verið valfrjáls. Ekki hafi því verið um vinnuslys að ræða. Landsréttur staðfesti þann dóm í apríl en einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að starfsmennirnir hefðu verið leystir undan skyldum sínum þegar slysið varð. Skipti ekki máli hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða ekki Hæstiréttur veitti leikskólakennaranum leyfi til að áfrýja málinu í maí. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til vegna þess að Kristbjörg Stephensen, einn dómaranna þriggja sem dæmdu málið við Landsrétt, hafi verið vanhæf. Kristbjörg var borgarlögmaður þegar tilkynnt var um slysið til embættisins. Leikskólakennarinn byggði á að hún hefði því komið að hagsmunagæslu fyrir borgina í tengslum við málið. Borgin taldi á móti að krafan um að Kristbjörg skyldi talin vanhæf kæmi of seint fram. Mótmælti hún einnig að Kristbjörg hefði komið að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Þótt hún hefði verið borgarlögmaður þegar tilkynning barst og lögmaður embættisins og sendi mótttökubréf til leikskólakennarans hafi hún hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá borginni né á hvaða grundvelli. Hæstiréttur var ósammála þeirri túlkun borgarinnar. Taldi hann Kristbjörgu hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi embættisins til leikskólakennarans. Engu breytti hvort að sú hagsmunagæsla hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið. Dómur Landsréttur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira