Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. mars 2023 10:00 Fulltrúar úr fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi hafa lagt fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. Flutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á dómsmálaráðherra sem hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Umræðan um vantrauststillöguna verður með þeim hætti að þingflokkur fyrsta flutningsmanns, Píratar, fá 15 mínútur og flokkur ráðherrans, Sjálfstæðisflokkurinn einnig. Aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Þingflokkarnir geta innbyrðis ákveðið að skipta tíma sínum á milli ræðumanna og því gætu umferðir í umræðunni orðið tvær eða þrjár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson.Stöð 2/Sigurjón Reiknað er með að umræðan standi yfir í rúmar tvær klukkustundir. Að henni lokinni verður gengið til atkvæðagreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að reikna megi með að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Þá muni margir þingmenn væntanlega vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið yfir í um klukkustund. Í marsmánuði 2018 felldi Alþingi tillögu minnihlutans um vantraust á Sigríði Andersen, sem einnig var dómsmálaráðherra og var það í fyrsta sinn í um sextíu ár sem vantrauststillaga var lögð fram gegn einstaka ráðherra. Vantraust á ríkisstjórn í heild sinni hefur hins vegar nokkrum sinnum verið lagt fram á síðustu áratugum. Mælendaskráin í umræðunum í dag er þessi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 1. ræða. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. ræða. Katrín Jakobsdóttir, 1. ræða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 1. ræða. Inga Sæland, 1. ræða. Hanna Katrín Friðriksson, 1. ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 1. ræða. Bjarni Benediktsson, 1. ræða. Orri Páll Jóhannsson, 1. ræða. Helga Vala Helgadóttir, 1. ræða. Eyjólfur Ármannsson, 1. ræða. Sigmar Guðmundsson, 1. ræða. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 1. ræða. Guðbrandur Einarsson, 1. ræða. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Flutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á dómsmálaráðherra sem hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Umræðan um vantrauststillöguna verður með þeim hætti að þingflokkur fyrsta flutningsmanns, Píratar, fá 15 mínútur og flokkur ráðherrans, Sjálfstæðisflokkurinn einnig. Aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Þingflokkarnir geta innbyrðis ákveðið að skipta tíma sínum á milli ræðumanna og því gætu umferðir í umræðunni orðið tvær eða þrjár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson.Stöð 2/Sigurjón Reiknað er með að umræðan standi yfir í rúmar tvær klukkustundir. Að henni lokinni verður gengið til atkvæðagreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að reikna megi með að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Þá muni margir þingmenn væntanlega vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið yfir í um klukkustund. Í marsmánuði 2018 felldi Alþingi tillögu minnihlutans um vantraust á Sigríði Andersen, sem einnig var dómsmálaráðherra og var það í fyrsta sinn í um sextíu ár sem vantrauststillaga var lögð fram gegn einstaka ráðherra. Vantraust á ríkisstjórn í heild sinni hefur hins vegar nokkrum sinnum verið lagt fram á síðustu áratugum. Mælendaskráin í umræðunum í dag er þessi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 1. ræða. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. ræða. Katrín Jakobsdóttir, 1. ræða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 1. ræða. Inga Sæland, 1. ræða. Hanna Katrín Friðriksson, 1. ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 1. ræða. Bjarni Benediktsson, 1. ræða. Orri Páll Jóhannsson, 1. ræða. Helga Vala Helgadóttir, 1. ræða. Eyjólfur Ármannsson, 1. ræða. Sigmar Guðmundsson, 1. ræða. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 1. ræða. Guðbrandur Einarsson, 1. ræða.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42
Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?