Innlent

Búið að opna Norð­fjarðar­göng og Fagra­dal

Máni Snær Þorláksson skrifar
Búið er að opna Norðfjarðargöng á ný.
Búið er að opna Norðfjarðargöng á ný. Jóhann K. Jóhannsson

Búið er að opna bæði Norðfjarðargöng og Fagradalsveg. Báðum leiðunum var lokað í gær í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Austurlandi.

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að búið sé að opna báða vegina. Athygli er þó vakin á því að þrengingar eru á veginum í Norðfjarðargöngum og eru vegfarendur því beðnir um að aka með gát.

Veginum milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar hefur hins vegar verið lokað aftur en vegurinn var opnaður fyrr í dag. Umferð gekk hins vegar ekki í kjölfarið. Staðan á þeim vegi verður metin aftur í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.