Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á Austfjörðum eftir snjóflóð gærdagsins. 

Enn er lokað inn á snjóflóðasvæðin en Fjarðarheiðin opnaði í morgun og Kristján Már Unnarsson fréttamaður okkar er á Seyðisfirði. Við heyrum í honum í tímanum. 

Einnig ræðum við umdeild lög dómsmálaráðherra um héraðsdómstólana sem ráðherra mælir fyrir síðar í dag. Þingflokkur Framsóknarflokksins gerir til dæmis fyrirvara við stjórnarfumvarpið.

Þá segjum við frá björgun tveggja fjallgöngumanna í Fagrafelli í nótt þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að ná mönnunum niður, en annar þeirra var slasaður og hinn í sjálfheldu. 

Að auki heyrum við í vonsviknum ferðamálafrömuðum eftir að þýska flugfélagið Condor tilkynnti um að það væri hætt við áður boðað áætlunarflug á milli Frankfurt, Egilsstaða og Akureyrar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×