Sænski landsliðsþjálfarinn segist ekki vera rasisti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2023 12:00 Janne Andersson svaraði fyrir umtalað viðtal á blaðamannafundi í dag. getty/Linnea Rheborg Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, segir að hann hafi brugðist rangt við í viðtali við Viaplay eftir leikinn gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024. Þá þvertekur hann fyrir að hafa ætlað að beita sérfræðing Viaplay kynþáttaníði. Svíþjóð vann Aserbaídsjan 5-0 í gær. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann af atviki sem átti sér stað þegar Andersson kom í viðtal til Viaplay eftir leikinn. Þar lenti hann í orðaskaki við Bojan Djordjic vegna spiltíma Jespers Karlsson. Andersson var ósáttur við spurningar Djordjic og spurði hann á móti með hverjum hann héldi sem Djordjic var ósáttur við en hann á ættir að rekja til Serbíu. Andersson gekk á endanum út úr viðtalinu. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði landsliðsþjálfarinn áður en hann strunsaði burt. Andersson boðaði til blaðamannafundar í hádeginu þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Hann baðst samt eiginlega ekki afsökunar en sagðist hafa reynt að setja sig í samband við Djordjic. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. „Ég fæ svona spurningar og bregst illa við. Það er mjög slæmt af mér. Þess vegna vil ég tala við Bojan.“ Landsliðsþjálfarinn hefur ekki íhugað stöðu sína og ætlar ekki að segja af sér. „Nei, nei. Við eigum góða daga og slæma. Ég átti slæman dag og gerði ekki vel. Þetta var ekki nógu gott hjá mér og mér líður illa og er svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Andersson. Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Kynþáttafordómar Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Svíþjóð vann Aserbaídsjan 5-0 í gær. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann af atviki sem átti sér stað þegar Andersson kom í viðtal til Viaplay eftir leikinn. Þar lenti hann í orðaskaki við Bojan Djordjic vegna spiltíma Jespers Karlsson. Andersson var ósáttur við spurningar Djordjic og spurði hann á móti með hverjum hann héldi sem Djordjic var ósáttur við en hann á ættir að rekja til Serbíu. Andersson gekk á endanum út úr viðtalinu. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði landsliðsþjálfarinn áður en hann strunsaði burt. Andersson boðaði til blaðamannafundar í hádeginu þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Hann baðst samt eiginlega ekki afsökunar en sagðist hafa reynt að setja sig í samband við Djordjic. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. „Ég fæ svona spurningar og bregst illa við. Það er mjög slæmt af mér. Þess vegna vil ég tala við Bojan.“ Landsliðsþjálfarinn hefur ekki íhugað stöðu sína og ætlar ekki að segja af sér. „Nei, nei. Við eigum góða daga og slæma. Ég átti slæman dag og gerði ekki vel. Þetta var ekki nógu gott hjá mér og mér líður illa og er svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Andersson.
Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Kynþáttafordómar Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira