Fótbolti

Komst að kyni barnsins síns á fótboltavellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matt Turner fagnað sigri, hreinu marki og kyni barnsins síns.
Matt Turner fagnað sigri, hreinu marki og kyni barnsins síns. Getty/ Julio Aguilar

Bandaríski landsliðsmarkvörðurinn Matt Turner notaði tækifærið í lok leiks Bandaríkjanna og El Salvador til að komast að kyni barnsins síns.

Matt Turner er 28 ára gamall og varamarkvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Hann fær ekki mikið að spila hjá Arsenal en hefur spilað 25 landsleiki undanfarin þrjú ár.

Eiginkona hans er Ashley Herron og eiga þau strák saman sem er fæddur í júní í fyrra.

Turner og kona hans eiga nú von á öðru barni og eftir 1-0 sigur á El Salvador þá sprengdi markvörðurinn bolta til að komast að því hvort þetta væri stelpa eða strákur.

Liðsfélagarnir voru með honum í þessu sem og stuðningsmennirnir sem fögnuðu vel.

Hér fyrir neðan má sjá hvort kynið það verður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.