Þjálfari Svía gekk út úr viðtali eftir 5-0 sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2023 08:30 Janne Andersson var mjög pirraður í viðtali eftir leikinn þrátt fyrir að hafa unnið stórsigur. Getty/Michael Campanella Svíar unnu 5-0 stórsigur á Aserbaísjan í undankeppni EM í gær og það ætti að vera ástæða til að fá hressan landsliðsþjálfara í viðtal. Viðtalið við Janne Andersson endaði hins vegar ekki vel. Andersson lenti í orðaskaki við Bojan Djordjic, sérfræðing á Viaplay sjónvarpsstöðinni sem var að sýna leikinn. Andersson kom til sérfræðinganna í viðtal og tók ekki vel í gagnrýnina á það að hafa ekki leyft Jesper Karlsson að spila meira. Galet bråk i tv här rasar Janne: Fy fan, står här https://t.co/eBdXYI5gev— Sportbladet (@sportbladet) March 27, 2023 Karlsson átti mjög flotta innkomu í leikinn og skoraði draumamark auk þess að gefa stoðsendingu. Hann fékk þó ekki að fara inn á völlinn fyrr en á 82. múnútu. Djordjic gekk á Andersson og vildi fá svör við því af hverju strákurinn fékk ekki að spila meira. „Við getum rætt spilatíma leikmanna í allt kvöld. Þá fengju Alexander Isak eða Viktor Gyökeres ekki að spila. Hver á þá ekki að spila,“ spurði Andersson. „Átta mínútur í tveimur leikjum. Það er of lítið,“ svaraði Bojan Djordjic. „Hver ætti þá ekki að spila. Ég fæ að velja þessa ellefu. Fyrirgefðu, en þú getur gert það sem þú vilt þegar þú ert landsliðsþjálfari,“ sagði Andersson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Andersson sakaði Djordjic um væl sem á móti sagði að þjálfarinn væri kominn í of mikla vörn. „Þú ert fulltrúi tíu milljón manns og ræðst á einhvern sem er yngri en þú,“ sagði Djordjic. „Með hverjum heldur þú?“ spurði Andersson. „Svíþjóð auðvitað, hvað annað?“ svaraði Djordjic sem var mjög ósáttur með að landsliðsþjálfarinn væri að reyna að vekja athygli á því að hann væri frá Serbíu. Þeir héldu áfram að rífast og á endanum fékk landsliðsþjálfarinn alveg nóg. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði Janne Andersson og gekk út úr viðtalinu. Janne Andersson, Sweden s national team manager just had a meltdown on live TV expressing himself in a racist manner questioning if @BojanDjordjic7 was representing Swedes. No really, it happened. When Bojan says: you represent 10 million Swedes Janne pic.twitter.com/aTCHLgW1Hj — Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) March 27, 2023 EM 2024 í Þýskalandi Sænski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Andersson lenti í orðaskaki við Bojan Djordjic, sérfræðing á Viaplay sjónvarpsstöðinni sem var að sýna leikinn. Andersson kom til sérfræðinganna í viðtal og tók ekki vel í gagnrýnina á það að hafa ekki leyft Jesper Karlsson að spila meira. Galet bråk i tv här rasar Janne: Fy fan, står här https://t.co/eBdXYI5gev— Sportbladet (@sportbladet) March 27, 2023 Karlsson átti mjög flotta innkomu í leikinn og skoraði draumamark auk þess að gefa stoðsendingu. Hann fékk þó ekki að fara inn á völlinn fyrr en á 82. múnútu. Djordjic gekk á Andersson og vildi fá svör við því af hverju strákurinn fékk ekki að spila meira. „Við getum rætt spilatíma leikmanna í allt kvöld. Þá fengju Alexander Isak eða Viktor Gyökeres ekki að spila. Hver á þá ekki að spila,“ spurði Andersson. „Átta mínútur í tveimur leikjum. Það er of lítið,“ svaraði Bojan Djordjic. „Hver ætti þá ekki að spila. Ég fæ að velja þessa ellefu. Fyrirgefðu, en þú getur gert það sem þú vilt þegar þú ert landsliðsþjálfari,“ sagði Andersson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Andersson sakaði Djordjic um væl sem á móti sagði að þjálfarinn væri kominn í of mikla vörn. „Þú ert fulltrúi tíu milljón manns og ræðst á einhvern sem er yngri en þú,“ sagði Djordjic. „Með hverjum heldur þú?“ spurði Andersson. „Svíþjóð auðvitað, hvað annað?“ svaraði Djordjic sem var mjög ósáttur með að landsliðsþjálfarinn væri að reyna að vekja athygli á því að hann væri frá Serbíu. Þeir héldu áfram að rífast og á endanum fékk landsliðsþjálfarinn alveg nóg. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði Janne Andersson og gekk út úr viðtalinu. Janne Andersson, Sweden s national team manager just had a meltdown on live TV expressing himself in a racist manner questioning if @BojanDjordjic7 was representing Swedes. No really, it happened. When Bojan says: you represent 10 million Swedes Janne pic.twitter.com/aTCHLgW1Hj — Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) March 27, 2023
EM 2024 í Þýskalandi Sænski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira